is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11352

Titill: 
  • VIST Síminn árið 2010: Kostnaðargreining, framlegðarútreikningur og umfjöllun
  • Titill er á ensku VIST Iceland Telecom the year 2010: Cost and income analysis and overview.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skoðuð verður framlegð af rekstri VIST hjá Símanum fyrir árið 2010 og fjallað um aðferðarfræði sem notuð er til greiningar á Upplýsingatækni (UT) þjónustu og UT fjárfestingu. Í þeim tilgangi verður VIST þjónusta Símans skoðuð og fjallað um fjárfestingar fyrirtækja í UT. Fjallað verður um og lagðar fram tillögur um hvernig hægt er að greina UT í rekstri fyrirtækja ásamt því sem áhrif hennar á rekstur verða metin. Fjallað verður um rannsóknir á upplýsingatækni og vitnað til rannsókna og fræðilegra heimilda þar sem við á. Einnig verða sett fram líkön sem hægt er að styðjast við í kostnaðargreiningu á einstaka afurðum í VIST með það í huga að stjórnendur geti betur gert sér grein fyrir rauntekjum og raunkostnaði af VIST þjónustunni. Skoðuð er hýsingarþjónusta innan Símans og einnig útskýrður kostnaður við gagnageymslur. Uppbygging ritgerðar er eftirfarandi. Í kafla 2 er stutt kynning á VIST ásamt Símanum og fjallað um hvað VIST er. Fjallað er um þjónustu UT- útvistunaraðila og af hverju fyrirtæki gætu viljað nýta sér þessa þjónustu ásamt umfjöllun verkefnið. Í kafla 3 er UT markaður á Íslandi skoðaður og vöxt hans á undanförnum árum. Fjallað er um veltu á markaði og notkun fyrirtækja á UT skoðuð og metin með gögnum frá Hagstofu Íslands. Kafli 4 fjallar um rannsóknir á sviði UT almennt. Farið er yfir markverðar rannsóknir sem snerta efnið ásamt því að kynna niðurstöður þeirra. Hugtök eru kynnt til sögunnar og fjallað um hvernig þau tengjast notkun fyrirtækja á UT í dag. Fjallað er um eftirspurnar- og framboðsferil og hann skilgreindur með tilliti til UT- útvistunaraðila. Kafli 5 fjallar um kostnaðargreiningu á VIST þjónustu Símans. Farið er yfir helstu gjaldaliði innan VIST og fjallað um aðferðir bæði til að meta og greina virði þjónustu og gengi ásamt því að fjalla um framlegð af þjónustu. Skoðaðar eru gjöld af UT þjónustum og afurðum úr bókhaldi og þessi atriði sundurliðuð eins og hægt er. Í kafla 6 er greiningarlíkan á hýsingarkostnaði Símans dregið upp og kynnt til sögunnar. Helstu breytur í líkani eru skoðaðar og almennt fjallað um þau atriði sem viðkomandi eru hýsingarþjónustu og formúlur fyrir útreikningum skoðaðar. Í köflum 7 og 8 í ritgerðinni verður skoðað líkan til kostnaðargreiningar og útreiknings á VIST þjónustu Símans. Skoðað verður hvernig hægt er að taka saman kostnað við afurðir og þjónustu sem Síminn VIST býður upp á.
    Lykilorð:SÍminn, Upplýsingatækni, UT, VIST, UT-afurðir

Athugasemdir: 
  • Ritgerð lokuð til 1 maí 2015
Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_VIST_SIMINN_forsida.pdf194.64 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
MS_VIST_Siminn_heimildaskra.pdf329.15 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
MS_VIST_Siminn_lo.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MS_VIST_SIMINN_utdrattur.pdf122.82 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerð lokuð til 1 maí 2015.