is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11359

Titill: 
  • Hefur virk sjónræn vöruinnsetning meiri áhrif en óvirk sjónræn vöruinnsetning?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar þú horfir á sjónvarpsþátt, veitir þú eftirtekt þegar einhver fær sér sopa úr Coca-Cola dós eða dós samskonar drykkjarvörumerkis? Tekur þú almennt eftir drykkjarvörumerkjum í sjónvarpsþáttum? Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að kanna hvort neysla á vörumerki í sjónvarpsþætti hafi áhrif á hvort áhorfendur taki eftir þeim, umfram þau áhrif sem það að sýna vörumerkið eingöngu í þættinum hefur. Þrjár útfærslur af þriggja mínútna löngu myndbroti voru framleidd eftir frumsömdu handriti í anda morgunsjónvarpsþáttar þar sem þrír leikarar léku tvo þáttastjórnendur og einn gest. Myndbrotin voru öll eins nema að í einu var ekkert vörumerki, annað innihélt þrjár Trópí flöskur sem stóðu óhreyfðar fyrir framan leikarana og í þriðja myndbrotinu fengu leikararnir sér sopa af Trópí án þess að minnast á heiti vörumerkisins. Rannsóknarspurning verkefnisins var hvort virk sjónræn vöruinnsetning í sjónvarpi hefði meiri áhrif á vörumerkjavitund, vörumerkjaímynd og kaupáform heldur en óvirk sjónræn vöruinnsetning. Tilgáturnar voru þrjár: Tilgáta 1, um hvort virk sjónræn vöruinnsetning hafi áhrif á vörumerkjavitund, það er hvort neysla vörumerkis í sjónvarpsþætti án þess að minnst sér á heiti þess leiði af sér að áhorfendur taki betur eftir vörumerkinu frekar en óvirk sjónræn vöruinnsetning, var ekki studd. Tilgáta 2, um hvort virk sjónræn vöruinnsetning hefði áhrif á kaupáform áhorfenda, var ekki studd. Tilgáta 3 um að virk sjónræn vöruinnsetning hefði áhrif á ímynd vörumerkisins , var ekki studd. Höfundur telur víst að engin sambærileg rannsókn á áhrifum vöruinnsetninga hafi verið framkvæmd með þessum hætti áður. Hún gefur því áhugaverðar vísbendingar um áhrif virkrar vöruinnsetningar á vörumerkjavitund, ímynd og kaupáform.
    Helstu hugtök sem fjallað verður um eru uppbygging vörumerkjavirðis, vöruinnsetning, og speglafrumur.
    Lykilorð:Viðskiptafræði, Vöruinnsetning, Vörulaum, Vörumerkjavirði

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur virk sjónræn vöruinnsetning meiri áhrif en óvirk sjónræn vöruinnsetning.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna