is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11374

Titill: 
  • Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking
  • Titill er á ensku Marginalized by Destiny? The Status of Migrant Women in Beijing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kínverskum borgum býr fjöldi farandverkafólks sem gjarnan á uppruna sinn að rekja til dreifbýlis. Á þessu ári urðu þau tímamót að fleiri búa í borgum en sveitum landsins. Fólksflutningar innan Kína eru orðnir að föstu einkenni kínversks samfélags, en farandverkafólk flyst til borganna í þeim tilgangi að bæta lífskjör sín og sinna. Stjórnvöld mótuðu búsetustefnu landsmanna og tekið var upp búsetuskráningarkerfi, svokallað hukou-kerfi, við upphaf valdatíma Kommúnistaflokks Kína 1949, til þess að stjórna efnahagslegri þróun og hamla taumlausum flutningum fólks til borganna. Í dag má líta á hukou¬-búsetuskráningarkerfið sem eins konar átthagafjötra og líkja því við vistarbandið forna á Íslandi. Vegna kerfisins býr farandverkafólk réttindalaust við bág kjör innan borganna og sú jaðarstaða mótar sjálfsmynd þessa fjölmenna hóps.
    Markmið þessa verkefnis var að fá innsýn í heim farandverkakvenna í Kína og fræðast um hvernig þær skilgreina sig sjálfar og eigin stöðu í kínverska borgarsamfélaginu. Farandverkakonur taka að vissu leyti völdin í sínar hendur og stíga út fyrir rammann með því að freista gæfunnar á eigin vegum í borgum landins. Þær ögra hefðbundum gildum sem eru ríkjandi í dreifbýlinu og snúa aftur heim síðar með nýjar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna.
    Ritgerðin byggir á þriggja mánaða vettvangsrannsókn sem ég framkvæmdi á Yaxiu-markaðnum í Peking árið 2011. Notast var við etnógrafískar rannsóknaraðferðir auk þess að tekin voru viðtöl við tólf viðmælendur.
    Lykilorð: Mannfræði, Kína, Peking, Fólksflutningar, Farandverkafólk, Farandverkakonur, Hukou, Einbirnisstefnan

  • Útdráttur er á ensku

    Migration within China has become a formal aspect of Chinese society and migrant workers move to the cities with the aim of raising their standard of living. The government has attempted to reduce the flow of people into the cities with the hukou-household registration system, which ties people to their place of origin. Migrant workers live with limited formal rights and access to services, often in poor conditions within the cities because of the system. This marginalised position shapes the identity of this populous group.
    The purpose of this research project was to gain an insight into the lives of migrant women and learn how they define themselves and their own position in the Chinese urban society. Migrant women take matters into their own hands and step outside of their comfort zone by going to the cities. They defy traditional values that prevail in the countryside and return home with new ideas about gender- roles and question the traditional definition of the role of women.
    This thesis is based on three months of fieldwork at the Yaxiu-market in Beijing in the year 2011. The research method was ethnographic and twelve women were interviewed.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún K. Valsdóttir.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna