is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11383

Titill: 
  • Mikki, DV og skáldskapurinn: Mörk blaðamennsku og skáldskapar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • So a novelist is the same as a journalist, then. Is that what your‘re saying?
    --Question asked by Judge William J. Rea during the MacDonald-McGinnis trial, July 7, 1987“
    Meginefni þessarar ritgerðar er að skoða hvar mörk blaðamennsku og skáldskapar liggja; eru þar hugsanlega lítil sem engin mörk?Efnið varðar því frásagnarhátt; sögumann og sjónarhorn – stöðu rithöfundarins gagnvart umfjöllunarefni sínu. Er munur á hvort hann skoði það með augum rithöfundar eða með augum blaðamanns?
    Í "Mikki, DV og skáldskapurinn" eru verk Mikaels Torfasonar á sviði skáldsagnagerðar mátuð við störf hans sem ritstjóri DV.
    Þessi ritsmíð byggir að stofni til á minnispunktum Mikaels og ótal viðtölum sem tekin voru við hann á tímabilinu ágúst 2011 til mars 2012. Ritstjórnartíð Mikaels er ekki löng, telur 27 mánuði eða frá 13. október 2003 til 10. janúar 2006.
    Nálgast Mikael viðfangsefni þessi með sitthvorum hættinum eftir því hvort hann skrifar inn í skáldsagnaformið eða í dagblað? Kenningin sem hér er lagt upp með er sú að svo sé ekki - en í því þarf ekki að felast áfellisdómur. Skv. Eco; túlkun hefst um leið og byrjað er að segja frá. Tengsl blaðamennsku og ritun skáldsagna byggir á gömlum merg; rithöfundar skrifa í fjölmiðla og blaðamenn skáldskap. Bókspjöldin – ákvarða ekki gæði eða merkingu texta þó vissulega hafi form áhrif á innihald og merkingu.
    ...
    Athuga: Með þessari ritgerð fylgir sem viðauki talsvert lengri ritsmíð, "Í slagsmálum við þjóðina", sem byggir á því sama og sett er fram í ritgerðinni en þar fær sjónarhorn Mikaels Torfasonar, rithöfundar og fyrrverandi ritstjóra DV, meira rými; hann segir athyglisverða sögu DV frá því tímabili sem hann var ritstjóri. Þar getur að líta heildstæðari mynd sem er að baki þeim kenningum sem eru settar fram og reynt er að fá frekari botn í hvað orsakaði þessa stormasömu sambúð blaðs og þjóðar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf420.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Í slagsmálum við þjóðina master.pdf1.22 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin, "Mikki, DV og skáldskapurinn" byggir á því sama og "Í slagsmálum við þjóðina" -- sem telst þannig viðauki.