is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11406

Titill: 
  • Skólar á grænni grein og menntun til sjálfbærni í ljósi siðfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Um 170 íslenskir skólar taka þátt í alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein, Grænfánaverkefninu. Markmiðið er að auka færni nemenda og kunnáttu hvað umhverfisvernd varðar og þannig stuðla að þróun í átt að sjálfbærni. Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum könnunar sem gerð var í febrúar 2012 um áhrif Grænfánaverkefnisins á kennara, nemendur og aðstandendur þeirra. Þátttakendur voru verkefnisstjórar fjögurra Grænafánaskóla, tveggja leikskóla og tveggja grunnskóla. Kveikjan að könnuninni var meðal annars útgáfa nýrrar Aðalnámskrár árið 2011 en í henni er sjálfbærni talin vera einn af grunnþáttum almennrar menntun.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að auðveldara er að framfylgja umhverfisstefnunni í leikskólum en í grunnskólum þar sem kröfur einstakra námsgreina eru það miklar að erfitt er að finna tíma til að sinna umhverfisþáttum að auki. Í ljós kemur einnig að grunnskólakennarar telja sig vanta frekari fræðslu um efnið. Enn fremur fer áhugi nemenda á umhverfismálum dvínandi með aldrinum og kallar það á nýjar kennslufræðilegar nálganir.
    Í ljósi niðurstaðna er lagt til að kennslufræðileg nálgun siðfræðinnar verði aðlöguð að skólastarfi svo hún geti þjónað markmiðum menntunar til sjálfbærni. Er þá lagt út frá kenningum Aristótelesar um eflingu siðvits og sýnt fram á hvernig samræður í anda Sókratesar geta stutt við aðrar kennsluaðferðir. Enn fremur er greint frá hugmyndum Mörthu Nussbaum um barnið sem heimsborgara í þeim skilningi að það sé hluti af samfélagi mannanna, auk þess sem færð eru rök fyrir því hvernig umhyggjusiðfræði í anda Nel Noddings eigi vel heima í skólastarfi, og að hvort tveggja geti nýst kennurum í viðleitni þeirra til að bæta aðferðir sínar í menntun til sjálfbærni.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.A. lok.pdf646.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna