EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11407

Title
fr

Le Locataire. Þýðing og greinargerð á skáldsögunni Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur

Submitted
May 2012
Abstract
is

Þetta lokaverkefni er þýðing á skáldsögunni Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur og umfjöllun um þær spurningar sem vakna þegar þýtt er úr íslensku yfir á frönsku. Nokkur dæmi úr skáldsögunni Leigjandinn eru notuð til þess að draga upp mynd af vandamálum sem tengjast þýðingu orða og almennri byggingu íslenskra setninga. Franska og íslenska eru indóevrópsk tungumál sem hafa samt gerólíkar rætur. Franska er rómanskt mál og íslenska germanskt. Nokkur málfræði- og orðaforðahugtök eru vandmeðfarin þegar texti er þýddur úr germönsku máli yfir á rómanskt mál þannig að fórnir eru stundum nauðsynlegar í slíkum þýðingum. Leigjandinn er gott dæmi um þessi vandamál vegna stíls höfundarins. Svava Jakobsdóttir dregur upp mynd af konu og ótta hennar með notkun lykilorða og sérstakrar byggingar setninga. Endurtekningar þessara lykilorða getur verið vandasöm í frönsku þar sem þær geta þyngt textann. Það er heldur ekkert ljóst í stíl Svövu Jakobsdóttur, og lesandinn á að velta fyrir sér vísbendingum á bak við hverja einustu setningu. Þetta gerir verkefni þýðandans enn erfiðara þar sem boðskapurinn er ekki skýr en felur sig í textanum. Þess vegna er orðavalið mikilvægt og á þýðandinn að vera nákvæmur í þýðingu sinni. Vandamálin á að leysa án þess að afbaka stíl höfundarins sem er aðalatriði þessarar sögu.

Accepted
04/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
MA_thydingafraedi_... .pdf446KBOpen Complete Text PDF View/Open