is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11450

Titill: 
  • Áhrif fjölmiðla og kláms á kynheilbrigði unglinga
  • Titill er á ensku Mass media's and pornography's effects on adolescent sexual health
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þeim þáttum sem hindrað geta kynheilbrigði unglinga og hvernig hægt sé að stuðla að bættu kynheilbrigði þeirra. Fjallað verður um mótun sjálfsmyndar og þær breytingar sem eiga sér stað á unglingsárum. Þá verður kynheilbrigði skilgreint auk þess sem greint verður frá stöðu kynheilbrigðis unglinga. Hindranir á kynheilbrigði geta verið margar og munum við gera grein fyrir þeim, þá sérstaklega tveimur veigamiklum þáttum en það eru fjölmiðlar og klám. Þá verður einnig fjallað um hvernig stuðla megi að bættu kynheilbrigði unglinga þar sem áhersla er lögð á vinnu félagsráðgjafa í þeim efnum.
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að notkun unglinga á fjölmiðlum og klámi sé gríðarlega mikil og að afleiðingar þess geti verið neikvæðar. Afleiðingarnar eru meðal annars léleg sjálfsmynd sem má að stórum hluta rekja til þeirra miklu og óraunhæfu krafna sem fjölmiðlar og klám gera um útlit og hegðun einstaklinga. Þá sýna niðurstöður ritgerðarinnar að neikvæð sjálfsmynd auki líkur á slæmu kynheilbrigði unglinga auk þess sem sú kynlífstengda hegðun sem birtist í fjölmiðlum og klámi geti haft bein neikvæð áhrif á kynheilbrigði þeirra.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif fjölmiðla og kláms á kynheilbrigði unglinga.pdf707.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna