is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11457

Titill: 
  • HIV-jákvæðir sprautufíklar. Staða þeirra og úrræði erlendis og á Íslandi
  • Titill er á ensku HIV among injecting drug users. Their status and treatment abroad and in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu fimm árin varð mikil aukning á HIV-greiningum meðal sprautufíkla hér á landi. Þessi heimildaritgerð tekur fyrir hver staða og úrræði HIV-jákvæðra sprautufíkla eru á heimsvísu og hér á landi, hvernig gera megi betur og hvernig félagsráðgjöf sé fyrir þennan hóp. Niðurstöður sýna að sprautufíkn er að aukast í heiminum, það sama á við um útbreiðslu HIV í þessum hópi. Hér á landi hafa neysluvenjur breyst og rítalín orðið algengt meðal sprautufíkla. Það veldur mikilli fíkn, þannig að spraututíðni er óvenju há og samnýting nála meðal sprautufíkla jafnframt mikil. Úrræði í formi skaðaminnkandi nálgana hafa reynst vel fyrir þennan hóp jafnt erlendis sem og á Íslandi. Viðhaldsmeðferðir og sprautuskiptaþjónusta hafa gefið góða raun, en bæta þarf við úrræði hér á landi og efla þau sem fyrir eru til að stemma betur stigu við frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Auka þarf fræðslu um málaflokkinn fyrir fagstéttir eins og félagráðgjafa því slíkt gæti eflt lífsgæði og bætt þjónustu fyrir sprautufíkla. Takist þetta gæti það hamlað vexti sjúkdómsins.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Bryndís Kristjándóttir.pdf449.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna