is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11478

Titill: 
  • Í framhaldsskóla á ný eftir brotthvarf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að kynnast tilfinningum og reynslu nokkurra einstaklinga sem hurfu frá námi í framhaldsskóla en ætla að hefja nám þar aftur til að ljúka stúdentsprófi. Þetta er mikilvægt til að varpa ljósi á hvað hindrar og hvað greiðir leið þessara nemenda aftur til náms. Gagna var aflað með viðtölum við sex einstaklinga á aldrinum 21-24 ára sem voru að hefja nám aftur á framhaldsskólastigi eftir mislangt hlé og einnig var rætt við tvo náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum. Rannsóknin sýnir að helsta ástæða þess að viðmælendurnir snúa aftur til náms í framhaldsskólanum er vegna þess þrýstings sem þeir upplifa frá samfélaginu að mikilvægt sé að ljúka stúdentsprófi. Þeir upplifa greinilega margar hindranir á vegi sínum aftur til náms og eru þær af ýmsum toga, sálrænar, félagslegar, kerfislegar og fjárhagslegar. Greinilegt er að stefnuleysi þeirra í námsvali við upphaf framhaldsskólagöngunnar hefur átt stóran þátt í að þeir hurfu frá námi á sínum tíma og brotthvarfið þaðan hefur haft slæm áhrif á sjálfstraust þeirra til náms. Niðurstöðurnar varpa ljósi á að nauðsynlegt er að leita leiða til þess að auðvelda því unga fólki sem horfið hefur brott úr námi tækifæri til að auka við menntun sína.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Ágústa.pdf374.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna