is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1147

Titill: 
  • Við erum líka til : einkenni, greining og úrræði fyrir nemendur með sértæka stærðfræðierfiðleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um sértæka stærðfræðierfiðleika. Ekki voru settar fram neinar ákveðnar rannsóknarspurningar heldur var lagt af stað með það að leiðarljósi að komast að orsökum og einkennum sértækra stærðfræðierfiðleika. Jafnframt að finna úrræði fyrir þá nemendur sem takast á við vandamál þeim tengd.
    Ritgerðin fjallar því um hver einkenni og orsök sértækra stærðfræðierfiðleika eru og á hvern hátt þeir eru greindir. Enn fremur er leitað lausna á þeim vandamálum sem nemendur þurfa að kljást við.
    Ritgerðin skiptist í fjóra kafla, þar sem fyrsti kafli er inngangur. Annar kafli er fræðilegur hluti sem fjallar um einkenni, tíðni og orsakir sértækra námserfiðleika. Í þriðja kafla er annað meginviðfangsefni ritgerðarinnar. Þar er fjallað um sértæka stærðfræðierfiðleika þar sem ítarlega er farið ofan í einkenni þeirra erfiðleika sem nemendur þurfa oft á tíðum að fást við. Enn fremur er fjallað um hvernig greina á sértæka stærðfræðierfiðleika og gerð er úttekt á tveimur prófum, Talnalykli eftir þá Einar Guðmundsson og Guðmund B. Arnkelsson og Greinandi próf í talnaskilningi eftir Dóróþeu Reimarsdóttur. Bæði þessi próf voru samin með það í huga að greina sértæka stærðfræðierfiðleika. Í kafla fjögur liggur hin megináhersla ritgerðarinnar. Þar er í fyrsta lagi fjallað um sjálfsmynd og kvíða nemenda með sértæka stærðfræðierfiðleika. Í öðru lagi er fjallað ítarlega um nám og kennslu nemenda og mikilvægi samskipta þeirra við kennara sína. Í þriðja lagi er bent á ýmis úrræði fyrir nemendur með sértæka stærðfræðierfiðleika og hvernig skólar geta komið til móts við einstaklingsþarfir þeirra. Auk þess eru tiltekin nokkur atriði sem ættu að stuðla að minni prófkvíða nemenda. Að síðustu er fjallað um mikilvægi foreldrasamstarfs. Því stuðningur foreldra er ómetanlegur og það er ekkert sem getur komið í hans stað.
    Eftir hvern kafla er umræðukafli. Í honum eru settar fram niðurstöður hvers kafla og að auki koma þar fram persónulegar skoðanir.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
viderumlikatil.pdf327.78 kBOpinnVið erum líka til - heildPDFSkoða/Opna