EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11480

Titles
  • is

    Ofbeldi gegn konum í nánum samböndum

  • Violence against women in intimate relationships

Submitted
June 2012
Abstract
is

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um ofbeldi gegn konum sem þær verða fyrir í nánum samböndum af hendi núverandi eða fyrrverandi kærasta, sambýlis- eða eiginmanns. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækur samfélagslegur vandi sem erfitt getur reynst að koma auga á. Fjallað verður um algengustu birtingarmyndir ofbeldisins, það er líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt ofbeldi. Einnig verður fjallað um nokkrar fræðilegar kenningar sem tengja má við viðfangsefnið. Þá er að finna umfjöllun um helstu áhættuþætti ofbeldis, einkenni þolenda ásamt mögulegum líkamlegum og sálrænum afleiðingum á þolendur. Að yfirgefa ofbeldismann getur verið flókið ferli og eru margar konur ekki tilbúnar til að takast á við þá baráttu. Gerð verður grein fyrir algengum hindrunum sem geta staðið í vegi fyrir því að konur yfirgefi ofbeldismenn. Ýmis úrræði eru í boði fyrir bæði þolendur og gerendur og verður gerð grein fyrir nokkrum þeirra. Að lokum verður fjallað um aðkomu félagsráðgjafa að ofbeldismálum, hvernig félagsráðgjafar í félagsþjónustu geta stutt við bakið á þessum einstaklingum og veitt þeim árangursríka ráðgjöf og þjónustu.
Lykilorð: Ofbeldi í nánum samböndum, konur sem þolendur, úrræði, félagsráðgjöf.

Accepted
08/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Matthildur og Katrín.pdf610KBOpen Complete Text PDF View/Open