is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11502

Titill: 
  • Raddir hinna nafnlausu: Um hættuleg skrif Assia Djebar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru enskar þýðingar á tveimur skáldsögum alsírska rithöfundarins Assia Djebar, Fantasia: An Algerian Cavalcade (fr. L’amour, la fantasia) og A Sister to Scheherazade (fr. Ombre sultane), greindar út frá hugmyndum um hættuleg skrif. Verk Djebar bregða upp mynd af alsírsku samfélagi fortíðar og samtíma, auk þess sem staða kvenna innan þess er skoðuð. Þar er höfundurinn sjálfur í brennidepli. Djebar er fædd og uppalin á tímum franskrar nýlendustjórnar, sem hefur haft ómælanleg áhrif á líf hennar og skrif. Verk Djebar og hún sjálf eru svo fínlega samofin að greining á verkunum verður um leið viss greining á henni sem manneskju.
    Alsíringar máttu sæta kúgun nýlenduherra sinna í rúm 130 ár, eða þar til upp úr sauð í blóðugu frelsisstríði Alsíringa um miðja síðustu öld. Eftir að frelsisstríðinu lauk breyttust aðstæður í landinu gífurlega. Sú menntun sem Djebar hafði hlotið í frönsku nýlenduskólunum fyrir tilstuðlan föður síns, gerði hana að tungumála-, menningar- og stundum bókstaflegum útlaga úr heimalandi sínu. Staða hennar milli þessarra tveggja heima, hins vestræna og þess arabíska, hefur veitt henni frelsi til þess að horfa gagnrýnið á báðar hliðar. Grundvallaratriði verka Djebar er þó alltaf að reyna að segja sögu alsírskra kynsystra sinna, sem oftar en ekki hefur verið litið fram hjá, og leyfa röddum þeirra þannig að óma í gegnum skrif sín.
    Sú hætta, sem býr í skrifum hennar, kemur fyrst og fremst fram í því hvernig hún ögrar ríkjandi viðhorfum. Fyrrnefnd verk verða því skoðuð út frá þremur meginsjónarhornum; eftirlendufræðum, tungumáli og femínisma. Verk Djebar eiga oftar en ekki í beinum samræðum við þær kenningar, sem snúa að ofangreindum þáttum, og leitast við að finna nýjar, og jafnframt ögrandi, hliðar á fastmótuðum kerfum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArniThorArnason_RaddirHinnaNafnlausu_Loka.pdf692.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna