EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11516

Title
is

Einstaklingar með heilabilun: Störf félagsráðgjafa og þjónustuúrræði

Submitted
June 2012
Abstract
is

Það er ljóst að í framtíðinni verða breytingar á samsetningu mannfjölda á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Gengið er út frá því sem staðreynd að öldruðum fjölgi hlutfallslega og fylgja því ýmis vandamál sem brýnt er að taka á. Meðal annars er ljóst að einstaklingum með heilabilun mun fjölga mjög og því þörf á að kanna hvernig hægt verður að koma til móts við þá þróun.
Í þessari ritgerð verður sjónum beint að störfum félagsráðgjafa með einstaklingum með heilabilun. Ekki liggja fyrir miklar rannsóknir á því hér á landi en vísað verður í erlendar rannsóknir. Einnig verða skoðuð þau þjónustuúrræði sem í boði eru hér á landi og kannað hvort, og þá í hve miklum mæli, félagsráðgjafar eru þar að störfum og hvort forsvarsmenn þeirra stofnana telja þörf fyrir þekkingu þeirra.
Félagsráðgjafar vinna fjölbreytt störf og starfa í einhverjum mæli að þessum málum. Það er þó helsta niðurstaðan í þessari umfjöllun að þeir gætu nýst víðar og að þörf sé fyrir starf þeirra á þeim stofnunum sem veita einstaklingum með heilabilun þjónustu hér á landi. Félagsráðgjafar eru þjálfaðir í því að setja sig inn í mál frá ýmsum hliðum og hafa heildarsýn og þekkingu á þeim úrræðum sem í boði eru fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Þeir eru einnig þjálfaðir í því að hugsa í lausnum og mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur. Allt gæti það reynst einstaklingum með heilabilun og fjölskyldum þeirra dýrmætt og orðið til að bæta þjónustu við þennan hóp.

Accepted
09/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BA ritgerð.pdf669KBOpen Complete Text PDF View/Open