is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1151

Titill: 
  • Veruleikanum er hægt að breyta með breyttu hugarfari : þekking starfsmanna á astma og félagsþroska astmaveikra barna í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um astma- og ofnæmisveik börn í leikskólum, félagsþroska og samskipti, ásamt skilningi leikskólakennara á astma og ofnæmissjúkdómum. Rannsóknarviðfangsefnið er að kanna hvort tillit sé tekið til barna með þessa sjúkdóma og veikindum þeirra veitt athygli, en lítið hefur verið um rannsóknir á þessu sviði innan leikskólanna.
    Fjallað er um astma, einkenni, lyfjameðhöndlun og rannsóknir á tíðni hjá íslenskum börnum. Þá er fjallað um félagsþroska leikskólabarna, leik barna, sjálfsmynd þeirra og samskipti heimilis og skóla.
    Til að varpa ljósi á viðfangsefnið voru spurningalistar lagðir fyrir tuttugu og tvo deildarstjóra í fimm stærstu leikskólum Akureyrar og viðtöl tekin við mæður fjögurra astmaveikra barna í þeim tilgangi að fá svör við því hvort nægjanleg þekking og skilningur sé til staðar í leikskólum.
    Í niðurstöðukafla er samanburður á svörum úr spurningalistum sem lagðir voru fyrir deildarstjórana og niðurstöðum úr viðtölum við mæður astmaveiku barnanna, einnig er leitast við að túlka niðurstöður og setja í samhengi við fræðin.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru í stuttu máli að auka þurfi fræðslu um astma- og ofnæmissjúkdóma meðal leikskólakennara. Einnig að leikskólakennarar þurfi að horfa betur á hvert og eitt barn í leik og í félagslegum samskiptum innan skólanna.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
veruleik.pdf885.93 kBOpinnVeruleikanum er hægt að breyta með breyttu hugarfari - heildPDFSkoða/Opna