EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11521

Titles
  • is

    Konur í fangelsum: Mæður í fangelsum og börn þeirra

  • Women in prison: Incarcerated mothers and their children

Submitted
June 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð verður fjallað um konur og mæður í fangelsum, hvernig kvennafangelsin á Íslandi og Norðurlöndunum eru og þau borin saman. Fjallað er um börn með mæðrum sínum í fangelsi og hvort það sé hagur barna að vera hjá móður í afplánun.Hlutfall kvenna í fangelsi er um 5% af heildarfjölda fanga og er því ekki hátt hlutfall. Fá úrræði eru fyrir konur sem afplána fangelsisdóma á Íslandi, þegar þær taka út refsingu sína. Á Norðurlöndunum eru lög og reglur um að mæður fái að hafa börn með sér á meðan afplánun stendur. En á Íslandi er mæðrum leyft að hafa börn hjá sér til 18 mánaða aldurs. Tengsl móður við barn meðan hún afplánar dóm getur haft mikil áhrif á þau bæði. Erfitt getur verið að bera saman vistunarúrræði karla og kvenna vegna þess í hve miklum minnihluta konur eru í fangelsum. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til að mikil þörf er á betri aðstöðu fyrir konur í fangelsum á Íslandi og brýnt að móta heildstæða stefnu um vistun kvenfanga. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að viðhalda fjölskyldutengslum meðan kona afplánar refsivist en það getur reynst erfitt ef heimabyggð konu er langt frá fangelsinu. Hvort barn eigi að fá að vera með foreldri í fangelsi ætti að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Rannsóknir á Norðurlöndum hafa einnig sýnt að hagur barns sé í þeim tilvikum oft á tíðum ekki nægilega tryggður.
Lykilorð: Réttarfélagsráðgjöf, félagsráðgjöf, konur í fangelsi, mæður í fangelsi, börn, úrræði, afbrot kvenna.

Accepted
09/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Hildigunnur Jónasd... .pdf644KBOpen Complete Text PDF View/Open