is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11526

Titill: 
  • Börn og skilnaðir. Áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fjallað verður um skilnaði foreldra og áhrif þeirra á börn. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að skilnaður getur haft ýmis neikvæð áhrif á börn. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru mun líklegri til þess að eiga við sálrænan og félagslegan vanda að etja, svo sem hegðunarvanda og námserfiðleika. Það er ekki einungis skilnaðurinn sjálfur sem hefur neikvæð áhrif á börnin, heldur eru það deilur foreldranna og þær breytingar sem börnin þurfa að takast á við. Skilnaður er mjög erfiður fyrir fólk og gjarnan gleymast börnin þegar foreldrarnir eiga sjálfir í miklum tilfinningalegum erfiðleikum. Tilfinningaerfiðleikar barnanna sitja þá oft á hakanum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvernig hægt sé að fyrirbyggja þessi neikvæðu áhrif á börnin.
    Mikilvægast er að foreldrar vinni saman og hugsi fyrst og fremst um hag og velferð barna sinna. Foreldrar þurfa að leggja deilumál sín til hliðar og huga að tilfinningum barna sinna. Með þessa hugsun að leiðarljósi geta þau unnið að málum barna sinna, deilt með sér forsjá og séð til þess að börnin njóti umgengni við þá báða. Foreldrar þurfa að gæta að því að sem minnstar breytingar verði á högum barnanna eftir skilnaðinn og þegar kemur að samverustundum og flutningum með foreldrum og síðast en ekki síst við stofnun stjúpfjölskyldu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn og skilnaðir-lokalokaskjal.pdf808.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna