is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11545

Titill: 
  • Rými arkitektúrs, mörk og félagsleg samskipti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Arkitektúr er hið manngerða umhverfi, hann skapar rýmin sem fólk býr í og rammar inn líf þeirra. Hann hefur mótandi áhrif á starf fólks, virkni og líðan. Því má segja að arkitektinn skapi „leiksvið“ hins daglega lífs. Það markast ekki einungis af sýnilegum byggingum og rýmum heldur felur það í sér hin ótalmörgu huglægu rými einstaklingsins sem eru grundvöllur skynjunar hans og skilnings.
    Fólk hefur þörf á rýmislegri skilgreiningu. Til að geta staðsett sig og liðið vel þarf það t.a.m. aðgreiningu á almennings- og einkarýmum og skilning á hvar mörkin liggja. Mörkin móta það hvers konar hlutverki rýmið gegnir og stjórna því hversu félagslega opið það er, á þessum mörkum þýðist félagsleg hegðun yfir í arkitektúr.
    Fræðimenn hafa ólíkar skilgreiningar á hinum ýmsu rýmum arkitektúrs og mörkum þeirra. Sumir greina þau í almennings- og einkarými og aðrir skoða hin ólíku rými einstaklingsins og hvernig hann skilgreinir sig gagnvart umhverfi sínu. Hver nálgun leiðir af sér nýjar hugmyndir um þá þröskulda sem liggja fólks á milli.
    Í þessari ritgerð er rýnt í nokkrar víddir arkitektónískra rýma og þau ólíku mörk sem þau mynda, bæði huglæg og líkamleg. Í rannsókninni er dregin fram skynjun einstaklingsins og tengsl hans við samrými heimilisins og loks er samhengið dregið út til rýma samfélagsins. Leitast er við að skoða hvernig rými hin ólíku rými arkitektúrs teiknast í mannlegt líf og þau áhrif sem þau hafa á skynjun og samskipti fólks.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf303.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna