EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11547

Title
is

Kvótakerfið í fiskveiðum. Tilurð þess og áhrif á byggð og samfélag

Submitted
May 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð er fjallað um fiskveiðistjórnun á Íslandi frá því að skrapdagakerfið var innleitt árið 1978 til þess að núverandi kvótakerfi tók við. Sérstaklega eru rannsökuð áhrif þess á byggð og samfélag og þá helst út frá því hvort kvótakerfið hafi verið lykiláhrifavaldur fólksfækkunar á landsbyggðinni. Jafnframt eru teknar til skoðunar aðrar mögulegar ástæður fyrir fólksfækkun í sjávarþorpum, s.s. tækniframfarir í sjávarútvegi (sem valda því að færri hendur þarf til að vinna verkin) og breytingar á samgöngum sem hafa haft umtalsverð áhrif á búsetu- og rekstrarskilyrði víða á landsbyggðinni. Þá eru sérstaklega kannaðar breytingar á kvótaheimildum og íbúaþróun á Akranesi og Siglufirði. Staðirnir eiga það sameiginlegt að þar hafa fiskveiðar og –vinnsla verið mikilvægur þáttur atvinnulífsins og eins að þeir hafa á undanförnum árum tengst betur stærri svæðum með bættum samgöngum.

Accepted
09/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Guðmundur Ásgeirs.pdf687KBOpen Complete Text PDF View/Open