is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11598

Titill: 
  • Um langan veg. Lýðfræði fólks af kínverskum uppruna á Íslandi og þróun búsetu þeirra hérlendis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er sú þróun sem hefur átt sér stað í búsetu kínverskra innflytjenda á Íslandi og innsýn í samfélag þeirra í gegnum viðtalsrannsókn er framkvæmd var sérstaklega fyrir þetta lokaverkefni. Áður en fjallað er um stöðu kínverskra innflytjenda hérlendis er rakin saga kínverskra fólksflutninga um heiminn á fjórum sögulegum tímaskeiðum. Litið er á þróun fólksflutninga frá Kína til landa utan Asíu, þar sem flestir kínverskra innflytjenda eru þó enn búsettir, og auknar vinsældir Evrópu sem áfangastaðar þeirra á tíunda áratugnum í kjölfar mikilla pólitískra og efnahagslegra umbyltinga.
    Í samanburði við önnur Evrópulönd virðast Norðurlönd ekki hafa kynnst miklum fjölda kínverskra innflytjenda og á það enn frekar við um Ísland. Hérlendis virðist fjölgun kínverskra innflytjenda hafa verið mjög hægfara frá því að kínverska sendiráðið var stofnað 1972 og þar til efnahagsuppgangur og miklar byggingaframkvæmdir við gerð Kárahnjúkavirkjunar 2004 leiddu til mikillar eftirspurnar af erlendu vinnuafli. Á árunum sem fylgdu varð mikil fjölgun Kínverja í landinu er mörg hundruð kínverskra verkamanna tóku hér tímabundið til starfa. Eftir að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lauk 2009 fækkaði verkamönnunum ört á ný, að undanskildum hópi er starfaði við samsetningu á glerhjúpi tónleikahússins Hörpunnar 2008-2011. Víst má telja að efnahagskreppa er skall á haustið 2008 hafi dregið úr þörf á erlendu vinnuafli þar sem byggingaframkvæmdum fækkaði mikið.
    Í ársbyrjun 2011 voru kínverskir innflytjendur á Íslandi 368 talsins og um 38% þeirra með íslenskan ríkisborgararétt. Engar fyrirliggjandi rannsóknir á kínverskum innflytjendum hérlendis lágu fyrir hendi og er því þessi rannsókn sú fyrsta sinnar tegundar. Niðurstöður viðtalsrannsóknarinnar við 24 kínverska innflytjendur úr Reykjavík veitir innsýn í samsetningu kínversku díasporunnar hérlendis með tilliti til lýðfræðilegra þátta svo sem kyns, aldurs, menntunar, atvinnuþátttöku, uppruna í Kína o.fl. Einnig eru birt brot úr djúpviðtölum er tekin voru við sjö af þátttakendum rannsóknarinnar til þess að ljá þeim rödd og heyra þeirra skoðanir á ýmsu er tengist lífinu á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11598


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um langan veg.pdf989.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna