is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11666

Titill: 
  • Í sannleiksmeðferð Rorty. Um sannleikshugtakið í heimspeki Richards Rorty
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hugmyndir bandaríska heimspekingsins Richards Rortys (1931-2007) um sannleikann en Rorty taldi að sannleikurinn sem slíkur hafi ekkert gildi. Meginspurning mín er sú hvort sannleikskenning hans standist nánari skoðun. Ég skoða einkum gagnrýni Rortys á hugtakið hlutlægur sannleikur en Rorty vildi skipta hlutlægni (trúnaði við raunveruleikann) út fyrir samstöðu eða sammæli manna.
    Samkvæmt Rorty er eina raunverulega hlutverk sannleikans að tjá falska trú okkar á sannleikann „þarna úti“, þá trú okkar að til sé algildur og óbreytanlegur sannleikur óháður hræringum rúms og tíma sem grundvallar þekkingu okkar, samfélagsskipan og siði um aldur og ævi. Frá því á nýöld hafa vestrænir heimspekingar verið helteknir af því að finna slíkan sannleika og á þessari trú byggjast ýmsar af helstu ráðgátum frumspeki og þekkingarfræði. Þessi hugmynd er í raun veraldlegur staðgengill okkar nútímamanna fyrir algildan sannleika Guðs. Til að taka þroskaskref upplýsingar og vísinda til fulls þurfum við að láta af átrúnaði okkar á sannleikann „þarna úti“.
    Til að leggja mat á sannleiksmeðferð Rorty mun ég skoða gagnrýni heimspekinganna James Conant og Coru Diamond á Rorty og að lokum mun ég slá botn í umræðuna með hjálp suður-afríska heimspekingsins John McDowell sem einnig hefur tekið hugmyndir Rortys um sannleikann til gagnrýninnar skoðunar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í heimspeki Hrafnkell Már Einarsson.pdf228.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna