is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11668

Titill: 
  • Fyrirbærafræðileg greining Simone de Beauvoirs á vændi í Síðara kyninu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er kaflinn um „Vændiskonur og lagskonur“ („Protistuées et hétaïres“) úr bók Simone de Beauvoirs Le deuxième sexe („Síðara kynið“) greindur út frá fyrirbærafræðilegri nálgun hennar. Fyrirbærafræði Beauvoirs á upptök sín í fyrirbærafræði Husserls og Merleau-Pontys. Husserl kom fyrstur með hugtakið lifandi líkamar, en maðurinn sem lifandi líkami er samofinn sálinni. Leið lifandi líkama til að tengjast heiminum og öðrum lifandi líkömum er gegnum samspil líkama, sálar, hreyfingar og látbragðs, auk ýmissa annarra þátta. Þetta samspil er skilyrði eða ástand sem gerir mögulegt að hlutgera og setja fram tilgátur um hinn efnislega heim. Merleau-Ponty sem byggði sín fræði á kenningum Husserls setur fram þá kenningu að lifandi líkamar taki upp reynslu af heiminum fyrst í gegnum skynjun inn á svið tilfinninga. Persónan í líkamanum vinnur úr þessari skynjun og bregst við henni þannig að hún varpar reynslu sinni út í heiminn og kallast þessi samskipti háttur. Beauvoir tekur upp þessa hugmynd upp frá Merleau-Ponty og skilgreinir þessi tengsl á milli lifandi líkama og heiminn sem ástand („situation“). Út frá þessari nálgun skoðar og greinir Beauvoir ýmis hlutverk kvenna sem ástand sem byggir fyrst og fremst á því hvernig líkamsgerving þeirra kemur fram í heiminn gegnum reynslu. Eitt af þessum hlutverkum er hlutverk vændiskvenna. Í ritgerðinni er leitast við að greina hvort fyrirbærifræðileg nálgun Beauvoirs gefi tilefni til að túlka greiningu hennar á vændiskonum og lagskonum sem (líffræðilega) eðlishyggjukenningu eða félagsmótunarhyggjukenningu og eins hvort hún hafi talið vændi vera kynferðislegt ofbeldi eða leið sjálverunnar til að nota frelsi sitt til athafna. Niðurstaðan er sú að ekki er hægt að draga þá ályktun að Beauvoir hafi talað fyrir líffræðilegri eðlishyggju eða félagsmótunarhyggju, enda var markmið hennar fyrst og fremst að skoða vændi sem fyrirbærafræðingur. Hins vegar má draga þá ályktun að Beauvoir hallist frekar að því að vændi sé kynferðislegt ofbeldi og myndi líklega hafna frelsiskenningu um vændis- og lagskonur.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_GCE.pdf411.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þýðing_SimonedeBeauvoir_kafliVIIIB.pdf621.8 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna