is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11670

Titill: 
  • Arðsemi aukinnar hausanýtingar um borð í frystitogurum: Greining á áhrifum reglugerðar 810/2011 á arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt reglugerð 810/2011 er skipum sem vinna afla um borð í íslenskri lögsögu frá og með 1. september 2012 skylt að hirða og koma með að landi hluta af þeim þorskhausum sem falla til við vinnslu. Skipum sem vinna afla um borð og eru með nýtanlegt lestarrúmmál 600-800 m3 er skylt að koma með að landi að lágmarki 30% af þorskhausum sem til falla við veiðar í lögsögu Íslands á hverju fiskveiðiári. Skipum með nýtanlegt lestarrúmmál meira en 800 m3 er lágmarkið 40% af þorskhausum. Heimilt er að koma með samsvarandi magn af gellum, kinnum og/eða fésum að landi eða af öðrum afurðum sem unnar eru úr hausum um borð.
    Fjallað er um þá fræðilegu umfjöllun sem hefur átt sér stað um reglugerðina og bætta nýtingu aukaafurða almennt. Jafnframt er kannað hvaða togarar falla undir reglugerðina og smíðað arðsemislíkan með það að markmiði að greina áhrif bættrar nýtingar á arðsemi frystitogaranna.
    Markmiðið með líkaninu var að geta umbreytt aflatölum og kostnaðarbreytum yfir í samsvarandi rekstrar- og efnahagsreikninga og út frá því lagt mat á arðsemi. Einnig var lagt mat á áhrif á nýtingarhlutfall lestarrýmis. Í báðum tilvikum var þörf á að tengja óskyld gögn og þarf af leiðandi gæti það orsakað skekkju í niðurstöðum að einhverju leiti.
    Hver eru áhrif reglugerðar 810/2011 á arðsemi fyrstitogaraútgerðar? Stutta svarið við þessari spurningu er nánast engin. Þegar núverandi hausanýting er skoðuð má sjá að 7 af 11 togurum voru þegar fiskveiðiárið 2010/11 yfir þeim mörkum sem reglugerðin setur skilyrði um. þegar horft er til hvaða áhrif reglugerðin gæti haft á landað magn hausafurða má sjá að mismunurinn á núverandi magni og væntu magni eftir að reglugerðin fer í gang er ekki nema 33.452 kíló eða 4,6% aukning á núverandi nýtingu eða 1,5% af heildarmagni hausa. Ef miðað er við þá aðila sem ekki eru nú þegar yfir lágmarki og aðrir skili óbreyttu magni fer þessi tala upp í 275 þúsund kíló.
    Þegar skoðað er hvaða tæknilegu kostir eru í boði við frekari nýtingu afla má sjá að í nánast öllum tilvikum höfðu aukin vinnsla um borð hærra núvirði en núverandi vinnsla þar sem hausar eru frystir heilir.

Styrktaraðili: 
  • Matís ohf.
Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli Eyland.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna