EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11701

Title
is

Unglingamenning og félagsmiðstöðvar

Submitted
June 2012
Abstract
is

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar felst það í því að setja starf félagsmiðstöðva í kenningalegt samhengi. Fyrst rek ég kenningar um sjálfsmynd unglinga, kenningar um þýðingu skipulags og óskipulags tómstundstarf og myndun félagsauðs. Því næst fjalla ég um þróun og skipulag félagsmiðstöðva í Reykjavík og þær hugmyndir sem liggja að baki starfsins. Hins vegar felst markmið þessarar rannsóknar í því að skoða starf félagsmiðstöðvar útfrá sjónarmiðum þeirra unglinga sem sækja þær. Rætt var við tvo rýnihópa sem skipt var eftir kyni.
Viðtölin voru byggð á opnum spurningum. Spurt var um hvað unglingum finndist vera mikilvægast, hvað þeir gera og hvað skilur unglingamenningu frá menningu fullorðinna. Einnig var spurt um helstu ástæður þess að unglingar sækja félagsmiðstöðvar og hvaða tilgangi þeim finnst þær þjóna. Helstu niðurstöður eru þær að unglingarnir telja sig vera sér hóp í samfélaginu sem eiga fátt sameiginlegt með fullorðnum. Unglingar sækjast mikið eftir skemmtun, afþreyingu og félagsskap jafnaldra. Unglingum finnst mikilvægt að félagmiðstöðvar séu skemmtilegar og þar vinni skemmtilegt starfsfólk. Þeir sjá starfsfólkið sem eins konar millilið milli samfélags unglinga og samfélags fullorðinna. Þrátt fyrir að félagsmiðstöðvar eigi fyrst og fremst að hafa skemmtanagildi gera þeir sé vel grein fyrir því að í félagsmiðstöðvastarfi eru unglingar að æfa félagsfærni sína og að starfið hefur forvarnargildi.

Accepted
15/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Sif Ómarsd.pdf364KBOpen Complete Text PDF View/Open