is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11713

Titill: 
  • Máltjáning betri en málskilniningur. Mótsögn eða sérstök svipgerð sem tengist einhverfu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málskilningur er almennt meiri en geta til tjáningar. Þetta sést í máltöku og á því að fólk skilur almennt flóknara mál en það talar. Hins vegar er þekkt að hjá sumum einstaklingum er máltjáning betri en málskilningur. Slíkt er m.a. þekkt hjá börnum á einhverfurófi. Í rannsókn þessari var skoðaður munur á máltjáningu og málskilningi hjá 109 börnum, 93 drengjum og 16 stúlkum, á aldrinum fjögurra til átta ára. Börnin höfðu fengið einhverfugreiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og verið prófuð þar á árunum 2003-2011 með TOLD-2P og WPPSI-RIS en bæði prófin hafa verið stöðluð á Íslandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að máltjáning var betri en málskilningur í úrtakinu en sá munur kom aðeins fram hjá drengjum. Ekki var munur á aldri við tilvísun eftir því hvort máltjáning var betri eða slakari en málskilningur. Skipting í þrjá greiningarhópa, (1) Bernskueinhverfu, (2) Aspergersheilkenni og Ódæmigerða einhverfu, og svo (3) Aðrar gagntækar þroskaraskanir og Gagntæk þroskaröskun, ótilgreind, sýndi ekki fram á nein tengsl þeirra hópa við betri máltjáningu en málskilning. Rannsóknin sýndi hins vegar fram á að fylgni er á milli munar á mállegri og verklegri greind og munar á máltjáningu og málskilningi. Hún leiddi enn fremur í ljós að innan hópsins með betri máltjáningu en málskilning skáru börn með hærri mállega greind (borna saman við verklega) sig frá börnum með hærri verklega greind (borna saman við mállega) með því að búa yfir minni færni á mörgum sviðum (t.d. í Athöfnum daglegs lífs og heildarskori á VABS og Máli og tjáskiptum á ADI-R). Þannig virtist hópurinn með betri máltjáningu en málskilning birtast sem sérstök svipgerð sem líkist um margt því sem hefur verið lýst hjá börnum með Óyrta námsörðugleika og/eða Merkingarlega og málnotkunarlega hömlun.

Samþykkt: 
  • 16.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maltjaning_betri_en_malskilningur.pdf626.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna