EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11723

Title
is

Stöðugar samsætur súrefnis og vetnis í úrkomu á Íslandi, 1983 - 2008

Submitted
May 2012
Abstract
is

Fjallað er um samsætugögn (δ18O, δD og d) frá Raunvísindastofnun Háskólans á mánaðarmeðaltalssýnum úrkomu frá 1983 til 2008. Annars vegar frá láglendis- veðurathugunarstöð (Rjúpnahæð) og hins vegar frá hálendis-veðurathugunarstöð (Hveravellir og Svartárkot). Breytingar í styrk samsætna í úrkomu með tíma og fylgni þeirra við veðurfræðilegar breytur (hitastig, rakastig, loftþrýsting, vindhraða og úrkomumagn) eru ræddar. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
Mikil fylgni er milli samsætugagna og hitastigs á úrkomustað, þ.e. hærri hitastig á úrkomustað svarar til þyngri úrkomu (lægra samsætuhlutfall), og á milli samsætugagna og loftþrýstings, þ.e. hærri loftþrýstingur á úrkomustað svarar til þyngri úrkomu. Góð fylgni er á milli samsætugagna og úrkomumagns á láglendi. Heldur minni er fylgni í hálendisgögnum. Meiri úrkoma skilar léttari úrkomu (hærra samsætuhlutfall). Sæmileg fylgni er á milli samsætugagna og vindhraða. Oftast sína gögnin að meiri vindhraði virðist skila léttari úrkomu. Greina mátti nokkra fylgni á milli samsætugagna og rakastigs á úrkomustað. Útreiknaður tvívetnisauki sýnir þó mestu fylgnina við rakastigsbreytingar. Þar virtist hærra rakastig oftast samsvara hærri tvívetnisauka.
Í mörgum grafanna sem sett eru fram í ritgerðinni sjást stórar breytingar í kringum aldamótin 2000. Árstíðasveifla í samsætuhlutföllum minnkaði, vetrarhitastig jókst, vindhraði féll og vetrarloftþrýstingur og -rakastig lækkaði til muna.

Accepted
16/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
bs_ritgerd.pdf28.0MBOpen Complete Text PDF View/Open