is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11736

Titill: 
  • Þarfir fólks með langvinna geðsjúkdóma fyrir hjúkrun í samfélaginu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari fræðilegu samantekt eru þarfir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma skoðaðar með tilliti til þjónustu í samfélaginu. Í því sambandi er einnig skoðuð líðan þeirra og aðrir áhrifavaldar á bataferli einstaklinganna eins og til dæmis samskipti við fagfólk og óskir varðandi samféglagslega geðþjónustu og geðhjúkrun. Sjónum var sérstaklega beint að meðferðarnálguninni „Assertive Community Treatment“ og úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Heimildir eru fengnar úr gagnasöfnunum Fræðasetur Google, Hirslu Landspítalans, PubMed og að auki var leitað í viðurkenndum tímaritum um þetta efni
    Samantektin leiðir í ljós að þarfir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma eru í miklum mæli óuppfylltar. Þörf fyrir sjálfstæði, persónulega þjónustu og samfélagsleg úrræði eru þarfir sem skjólstæðingar segja oftast óuppfylltar. Félagsleg líðan einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma er lakari og þeir eru oft félagslega einangraðir. Árangursríkt meðferðarsamband er mikilvæg forsenda þess að auka áhrifamátt einstaklingsins, sjálfsvirðingu hans og stuðlar þannig að virkri þátttöku í samfélaginu og leiðir þannig til þess að skjólstæðingar upplifi að þörfum þeirra sé mætt.
    Lykilorð: Þarfir, geðsjúkdómar, alvarlegir geðsjúkdómar, geðhjúkrun, tíðni, fordómar, vald-efling, meðferðarsamband, samfélagsgeðþjónusta, bati.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_ff_mas.pdf558.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna