is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1173

Titill: 
  • Einstaklingurinn í fyrirrúmi : samþætting stærðfræði og íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samþættingu námsgreina, einkum íslensku og stærðfræði. Í henni er leitast við að svara tveimur rannsóknarspurningum sem eru:
     Hverjar eru kennslufræðilegar forsendur þess að samþætta stærðfræði og íslensku í grunnskólakennslu?
     Hvernig er hægt að standa að slíkri samþættingu á yngsta og miðstigi grunnskóla?
    Ritgerðin skiptist í sjö kafla: Fyrsti kafli er inngangur en annar og þriðji fjalla um kennslufræðilegar forsendur samþættingar. Þar er fjallað um kenningar hugsmíðahyggjunnar um nám, fjölgreindakenningu Gardners, kenningu David Kolbs um námshætti og að lokum um einstaklingsþarfir, námsaðlögun og hugmyndir skólamanna um heildtækan skóla. Enn fremur er fjallað um nokkrar kennsluaðferðir sem byggjast á þessum grunni og tengjast samþættingu. Í fjórða kafla er fjallað nánar um samþættingu stærðfræði og íslensku, færð rök fyrir samþættingu þessara greina og kynntar kennsluáætlanir þar sem gert er ráð fyrir samþættingu þeirra. Rannsóknarhluti verkefnisins er kynntur í fimmta, sjötta og sjöunda kafla. Í fimmta kafla er rannsókninni lýst, í sjötta kafla koma fram niðurstöður rannsóknarinnar og sjöundi kafli er umræður og ályktanir.
    Rannsóknin var gerð þannig að verkefni, sem unnin voru út frá samþættingu stærðfræði og íslensku, voru lögð fyrir nemendur í 3. bekk, 4. bekk og 7. bekk, eitt verkefni í hverjum bekk. Út frá rannsóknarspurningunum var leitast við að sjá hvaða forsendur þyrftu að vera til staðar svo hægt væri að samþætta greinarnar og einnig hvaða leiðir hægt væri að fara við það.
    Í ritgerðinni eru færð fyrir því rök að kennslufræðilegar forsendur fyrir því að samþætta stærðfræði og íslensku séu traustar og vel sé gerlegt að samþætta þessar námsgreinar á yngsta og miðstigi grunnskóla. Nemendur fá nýja sýn á báðar námsgreinar og sjá að stærðfræðin er meira heldur en dæmi í stærðfræðibók. Þessi nálgun á stærðfræði gefur líka nemendum sem ekki eru sterkir í greininni möguleika á að fást við hana á nýjan hátt sem hentar þeim jafnvel betur. Hægt er að fara margar leiðir við samþættingu þessa tveggja námsgreina og skiptir þar hugmyndaflug og undirbúningur kennarans miklu máli. Með því að beita þessari aðferð við kennslu námsgreinanna tveggja öðlast nemendur dýpri skilning á báðum greinum og sjá að hlutir eru ekki eins afmarkaðir og þeir líta út við fyrstu sýn.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einstakl.pdf1.43 MBOpinnEinstaklingurinn í fyrirrúmi - heildPDFSkoða/Opna