is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11778

Titill: 
  • Hugsanabæling: Rannsókn á tafarlausri aukningu og endurkasti hugsana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl hugsana, andlegrar líðanar og áráttu- og þráhyggjueinkenna við hugsanabælingu. Þátttakendur voru alls 81 kvenkyns nemi við Háskóla Íslands, 60 tóku þátt vorið 2011 og 21 var bætt við vorið 2012. Þátttakendur voru valdir af hentugleika og var þeim skipt í þrjá hópa eftir því hvernig þeir leystu tilraunaverkefni rannsóknarinnar sem var hugsanabælingarverkefni. Einn hópurinn bældi hugsanir samhliða öðru verkefni sem jók álag á hugarstarfið, annar hópurinn bældi hugsanir án þess að þurfa að fást við annað samhliða verkefni og þriðji hópurinn var samanburðarhópur sem bældi ekki hugsanir. Þátttakendur svöruðu fimm spurningalistum og leystu tvö taugasálfræðipróf í tölvu. Spurningalistarnir voru Obsessive-Compulsive Inventory Revised (OCI-R), Obsessional Beliefs Questionnaire (OBQ-44), Responsibility Attitude Scale 10 (RAS-10), Hospital Anxiety and Depession Scale (HADS) og Interpretation of Intrusions Inventory (III). Taugasálfræðiprófin voru Operation span task (OSPAN) og AB-AC paired association test. Tvær tilgátur voru settar fram í rannsókninni. Fyrri var sú að, miðað við samanburðarhóp myndi, hugsanabæling leiða til tafarlausrar aukningar hugsana á meðan bælt væri hjá þeim sem bældu hugsanir samhliða öðru verkefni sem jók álag á hugarstarf. Önnur tilgátan var sú að endurkastsáhrif myndu koma fram hjá þeim þátttakendum sem bældu hugsanir, það er að tíðni uppáþrengjandi hugsana myndi aukast í kjölfar bælingar, borið saman við samanburðarhóp. Tilgáta eitt stóðst að hluta þar sem marktækur munur var á tíðni hugsana í takt við tilgátu en aðeins hjá þeim þátttakendum sem fóru eftir fyrirmælum sem voru gefin í tilraunaverkefninu. Önnur tilgáta rannsóknarinnar stóðst ekki.

Samþykkt: 
  • 23.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma Dögg.pdf655.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna