EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisIceland Academy of the Arts>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11830

Title
is

Hussein Chalayan og áhrif umhverfis á fatnað

Submitted
May 2012
Abstract
is

Ritgerð þessi lýsir hvernig umhverfisáhrif úr samfélaginu hafa haft áhrif á fatnað og fatahönnun. Þau áhrif koma meðal annars úr samfélaginu sem og pólitíkinni, nýjustu tækninni og veðráttunni. Þessir þættir sem hafa áhrif á fatahönnun verða skoðaðir í samfloti með hugmyndafræði fatahönnuðarins Hussein Chalayan, þar sem að hann var mikill innblástur við skrif og hugleiðingar í efni ritgerðarinnar. Hugmyndafræðin hans snýst s.s. mikið um það að finna innblástur út frá utanáliggjandi áhrifum sem eru að finna í nútímasamfélagi, í náttúrunni og hvernig hann vinnur úr þeim og eða hvernig hann tjáir sig og eða vekur athygli á atburðum sem gerast í heiminum sem eru næst honum og hans áhugasviði. Miðillinn sem hann velur að tjá hugmyndir sínar eru flíkurnar sem hann hannar og býr til. Í ritgerðinni verður farið yfir helstu verk hans og hugmyndafræði á bakvið fatnaðinn til að öðlast dýpri skilning á hversu margþætt hönnunarferli getur orðið. Til rökstuðnings verður tekið fyrir umhverfisþáttinn vindinn til útskýringar á þessu hönnunarferli, hvernig hann hefur áhrif á fatnað og lagt verður áherslu á að útskýra ferlið skref fyrir skref. Í áframhaldinu verður útskýrt hvað það er sem býr að baki við gerð fatnaðar í hönnunar- og eða listrænum tilgangi og alla leið til endaútkomu fatnaðarins sem útskýrt verður með myndum. Chalayan sem fatahönnuður er ef til vill í þeim flokki sem hannar flíkur í þeim tilgangi að vera frekar list heldur en tilbúnar flíkur. Því að oft en ekki eru flíkurnar sem hann hannar þannig að þær eru framúrstefnulegar að því leyti að tæknin í dag er ekki nógu þróuð svo þær séu nothæfar í daglega notkun. Chalayan beislar hið ósýnilega í umhverfinu þar á meðal vindinum og gerir umhverfisþáttinn sýnilegan með því að tjá hann í fatnaði og með öðrum miðlum sem og rýmisverkum og vídeo verkum til að útskýra sig enn frekar og til að fólk öðlist meiri skilning á hvað það er sem hann er að reyna að tjá. Hann er maður hugsjóna og virðist vilja vekja umhugsunar á því sem er næst okkur í umhverfinu, og því sem er svo nálægt okkur að það snertir líkama okkar, fatnaðurinn.

Accepted
25/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerd.pdf958KBOpen Complete Text PDF View/Open