EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11840

Title
is

Áhrif persónuleika á starfsráp með tilliti til starfstengdrar áhugahvatar

Submitted
June 2012
Abstract
is

Við val á nýju starfsfólki þurfa fyrirtæki að taka tillit til fjölmargra þátta. Einn af þeim er svokallað starfsráp (job hopping behavior), sem felst í tilhneigingu einstaklinga til að flakka ítrekað á milli starfa. Þar sem mikil starfsmannavelta er álitin hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja, þá felast umtalsverðir hagsmunir í því að geta með einum eða öðrum hætti skimað fyrir slíkri hegðun í ráðningarferli. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort persónuleikaþættirnir samviskusemi, samvinnuþýði og taugaveiklun hefðu tengsl við starfsráp, þar sem tekið er tillit til innri áhugahvatar. Þátttakendur voru 572 einstaklingar á aldrinum 21 til 67 ára, sem aflað var með hentugleikaúrtaki. Niðurstöður formgerðargreiningar sýndu að persónuleikaþættirnir samviskusemi og samvinnuþýði veittu væga neikvæða forspá um starfsráp, áhrif taugaveiklunar voru óveruleg og að starfstengd innri áhugahvöt hafði væg neikvæð tengsl við starfsráp. Fram komu vísbendingar um að hafa verði samspil þáttanna í huga þegar kemur að því að spá fyrir um þessa hegðun.

Accepted
29/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Áhrif_persónuleika... .pdf1.28MBOpen Complete Text PDF View/Open