is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11848

Titill: 
  • Miðlunartúlkun í dreyra: Samanburður Egils sögu og Breaking Bad
  • Titill er á ensku An Interpretation of Media in Blood: A comparison of Egils saga and Breaking Bad
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða og bera saman Eglu og amerísku sjónvarpsþáttaröðina Breaking Bad sem fjallar um ólöglega fíkniefnamarkaðinn. Þessa þáttaröð hefur vakið mikla athygli og hefur hlotið fjölmörg verðlaun. Árin 2008-10 hlaut Bryan Cranston þannig Emmy verðlaunin fyrir besta leik í alvarlegu aðalhlutverki og árið 2010 hlaut Aaron Paul Emmy verðlaun fyrir besta leik í alvarlegu aukahlutverki. Ekki aðeins hafa leikarar hlotið verðlaun. Mörgum sinnum hafa þættirnir verið tilnefndir og hlotið verðlaun fyrir kvikmyndagerð og sjónvarpsleikrit, alls einum 58 sinnum og hafa hlotið 26 sinnum verðlaun í 6 flokkum.
    Ein forsenda ritgerðarinnar er sá spennandi möguleiki að búa til spennandi kvikmyndir úr efni Íslendingasagnanna. En á það verður að leggja áherslu að ekki er hægt að nota það efni óbreytt sem kvikmyndahandrit. Frásagnarlínan skiptir miklu máli því það er algengt í Íslendingasögum að þegar atburðir eiga sér stað fylgir sýnilegt hlé í spennu þessum atburðum. Breyting á atburðarás getur aukið spennu án langs hlés eftir hvörf.
    Aðalpersónur í Eglu og þessari þáttaröð eru sífellt að berjast fyrir virðingu sinni og vexti hennar. Í Eglu hafa menn fé, vini og fjölskyldu helst í huga í öllum átökum og atburðum. Frásagnir og söguþræðir í amerískum nútímalegum sjónvarpsþætti eru spunnir á svipaðan hátt. Atburðir í þessum þáttum snúast oft um ofbeldi þrátt fyrir að persónur vilji iðulega forðast ofbeldið. Egill virðist raunar ekki maður sem forðast ofbeldi en tekur aðeins þátt í því sé honum enginn annar kostur opinn. Í raun og veru snýst val hans um virðinguna. Walter White í Breaking Bad fer svipaða leið vegna ógnar, virðingar, fjár og valds. Í báðum frásögnum má sjá tvöfeldni í persónusköpun. Egill Skalla-Grímsson og Walter White eru menn sem ganga með tvífara.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this paper is to examine and compare Egils saga and the AMC television series Breaking Bad which revolves around the black market of illegal substances. This series has received numerous awards. From 2008-10 Bryan Cranston has won the Emmy for Outstanding Lead Actor in a Drama Series and in 2010 Aaron Paul won the Emmy for Outstanding Supporting Actor in a Drama Series. Not only have the actors won awards, but numerous times the series has been nominated and won awards for cinematography and writing, all in all Breaking Bad has been nominated 58 times and has won 26 awards.
    One premise of the paper are the possibilities of creating exciting films from the contents of the Icelandic Family Sagas. Emphasis will be placed on possible changes to the content of a saga to conform to a new form of media. The arrangement of the plot is of significant importance due to possible long pauses in a saga after turning points in the story. A change in timeline could be a significant factor in increasing a viewer's enjoyment of a family saga.
    The main characters in Egils saga and this television series are continually fighting to increase the respect they receive from their peers. In Egils saga people have money, friends and family in highest regard in all conflicts and events. The plot and themes in modern american television episodes are created in a similar manner. Events in these episodes revolve around violence despite the fact that characters would like to avoid violence. Egill appears to be a person who does not avoid violence but he takes part in violence when it seems there is no other choice open to him. In reality his decisions revolve around the respect he has or has not garnered from his peers. Walter White in Breaking Bad forges on in a similar way due to fear, respect, money and power. Within both plots a dualism in character creation can be seen. Egill Skalla-Grímsson and Walter White are two people who walk hand in hand with their respective doppelgänger.

Samþykkt: 
  • 29.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Miðlunartúlkun í dreyra.pdf322.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna