is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11857

Titill: 
  • Kynjamunur á staðalmyndum um homma annars vegar og lesbíur hins vegar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna gildi kenningar Gregory M. Herek um að fordómar gegn samkynhneigðum stafi af því að þeir eru taldir brjóta gegn hefðbundnum kynhlutverkum. Þetta var gert með því að athuga hvort að kynjamunur væri á þeim staðalmyndum sem fólk hefði um homma annars vegar og lesbíur hins vegar. Samkvæmt kenningunni ættu hommar að vera metnir kvenlegari en aðrir karlmenn og lesbíur karlmannlegri en aðrir kvenmenn. Einnig ættu karlmenn að hafa sterkari staðalmyndir af hommum og kvenmenn af lesbíum. Þátttakendur (N = 543) fengu fyrst stutta lýsingu af einstaklingi sem var annaðhvort hommi, lesbía, gagnkynhneigður karlmaður eða gagnkynhneigður kvenmaður og voru svo beðnir um að meta einstaklinginn með Bem Sex Role Inventory (BSRI). Niðurstöður leiddu í ljós að enginn munur var á því hvernig samkynhneigður og gagnkynhneigður karlmaður voru metnir né hvernig samkynhneigður og gagnkynhneigður kvenmaður voru metnir. Niðurstöðurnar gætu hugsanlega verið vegna þess að íslenskt samfélag er opnara fyrir samkynhneigðum en bandarískt samfélag eða vegna aðferðarfræðilegra galla.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf606.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna