EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11880

Title
is

Rannsókn á árangri hugrænnar atferlismeðferðar í hópi án tillits til greiningar (HAMH-ÁG) við kvíða og þunglyndi meðal framhaldsskólanema. Forrannsókn

Submitted
June 2012
Abstract
is

Tilgangur þessarar forrannsóknar var að kanna áhrif hugrænnar atferlismeðferðar í hópi án tillits til greiningar (HAMH-ÁG) á kvíða- og þunglyndiseinkenni nemenda í framhaldsskóla. Megintilgáta rannsóknarinnar var að þátttakendur í HAMH-ÁG verði að jafnaði með færri lyndis- og kvíðaraskanir eftir meðferð samanborið við biðlistahóp. Önnur tilgáta var sú að þátttakendur HAMH-ÁG hópsins sýni að jafnaði færri kvíðaeinkenni eftir meðferð í samanburði við biðlistahóp. Þriðja og síðasta tilgátan var sú að þátttakendur HAMH-ÁG sýni færri þunglyndiseinkenni eftir meðferð samanborið við biðlistahóp. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 22 nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri á aldrinum 16 til 20 ára. Þátttakendunum var skipt tilviljunarkennt í tvo hópa, HAMH-ÁG hóp og biðlistahóp og fór meðferðin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Mælingar á árangri meðferðarinnar voru gerðar með MINI greiningarviðtali og sjálfsmatslistunum BDI, BAI, PSWQ, PSS, QLS, SIAS og DASS. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að mestu leitu ekki í samræmi við tilgátur hennar þar sem ekki reyndist marktækur munur á fjölda raskana og alvarleika kvíðaraskana fyrir og eftir meðferð þegar HAMH-ÁG og biðlistahópurinn voru bornir saman. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að hluta til í samræmi við þriðju tilgátuna þar sem marktækur munur reyndist vera á undirþættinum þunglyndi á sjálfsmatskvarðanum DASS (þunglyndi). Niðurstaða þessarar forrannsóknar er sú að þessi meðferð, HAMH-ÁG, hafi ekki sýnt fram á ótvíræðan árangur. Hins vegar, í ljósi smæðar úrtaksins og með því að hafa í huga áhrifastærðir á mikilvægum breytum svo sem fækkun geðraskana og á þunglyndi, þá gefi HAMH-ÁG góð fyrirheit og að hægt verði að byggja á þessari rannsókn við frekari þróun HAMH-ÁG og öðrum inngripum sem henta í framhaldsskólum á Íslandi.

Accepted
31/05/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Áhrif_HAMH-ÁG_Kv... .pdf513KBOpen Complete Text PDF View/Open