is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11899

Titill: 
  • Útskrift af sjúkrahúsi og heim: fræðsluþarfir sjúklinga með hjartabilun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hjartabilun er ólæknandi sjúkdómur sem hrjáir um 0,4-2% Evrópubúa. Þrátt fyrir að hjarta- og æðasjúkdómar séu á undanhaldi er hjartabilun vaxandi heilsufarsvandamál sem leiðir til endurtekinna sjúkrahúsinnlagna og dvínandi lífsgæða fólks. Helstu einkenni fólk með hjartabilun er þreyta, minnkuð líkamleg geta, þunglyndi, kvíði og lágt sjálfsálit og eru það þættir sem leiða til skertra lífsgæða.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantekt var að skoða stöðu þekkingar er varðar fræðsluþarfir sjúklinga með hjartabilun sem útskrifast af sjúkrahúsi. Markmiðið var að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hverjar eru fræðsluþarfir sjúklinga með hjartabilun við útskrift af sjúkrahúsi? Getur viðeigandi útskriftarfræðsla bætt lífsgæði sjúklinga með hjartabilun og komið í veg fyrir endurinnlagnir á sjúkrahús? Til að leita svara við þessum spurningum voru teknar saman niðurstöður rannsókna og yfirlitsgreina frá árunum 1998-2011 er beindust að eldri einstaklingum með hjartabilun á legudeildum.
    Niðurstöður samantektarinna leiddu í ljós að helstu fræðsluþarfir að mati sjúklinga með hjartabilun voru upplýsingar um teikn og einkenni sjúkdómsins, horfur, lyfjagjafir, áhættuþætti, sálfélagslega þætti og almennar upplýsingar um hjartabilun og reyndust þeir þættir hvað mikilvægastar en aftur á móti voru upplýsingar um næringu og hreyfingu þeir þættir er sjúklingar mátu síst. Að mati hjúkrunarfræðinga, voru aftur á móti upplýsingar eru lyfjagjafir, næringu, áhættuþætti og einkenni sjúkdómisins einna mikilvægastar til að uppfylla fræðsluþarfir sjúklinga. Fræðsla og stuðningur fyrir sjúklinga með hjartabilun hafa þau áhrif að endurinnlögnum fækkar og lífsgæði fólks fer batnandi.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd.pdf291.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna