is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11921

Titill: 
  • Upprunarleg [!] eftirherma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eins og nafn ritgerðarinnar gefur til kynna mun hér vera fjallað um eftirhermur í hönnun. Helstu eftirlíkingar sögunnar komu fram í kjölfar Iðnaðarbyltingarinnar, þegar iðnaður leysti handverk af hólmi. Með komu neytendasamfélagsins urðu eftirlíkingar vinsælar og erfitt varð að greina á milli hvað var ekta og hvað óekta. Fólk sótti í að geta ,,stimplað” sig með vörum sem hinir efnameiri gátu áður einungis eignast. Enn þann dag í dag kaupir fólk óvandaðar eftirlíkingar ef hin upprunarlega vara er talin vera gæðahönnun og vilja með því sýna fram á fágaðan smekk og þekkingu. Fjölmiðlar í dag keppast við að greina frá hönnuðum, innréttingum, veitingum og fatnaði. Þetta hefur opnað augu almennings fyrir hönnun sem fagi en að sama skapi hafa vinsældir einfaldað hugmyndir um starf hönnuða. Fjölmargir hafa velt fyrir sér hvort hægt sé að skilgreina íslenska hönnun og hvað hún standi fyrir. En til að ná alvöru rödd í hönnun á heimsvísu er mikilvægt fyrir íslenska hönnuði að nota íslensk hráefni og leita í arfleifðina.
    Mikilvægar breytingar í íslenskri hönnun virðast þó vera handan við hornið í hönnunarstefnu Íslands. Sérstök hönnunarstefna hefur nú þegar sýnt fram á jákvæðar niðurstöður í þeim löndum þar sem hún hefur verið mótuð og aukið skilning fólks á hugtakinu hönnun. Í lok ritgerðarinnar verður sýnt á skala hvað er gæðahönnun og hvað eftirlíking ásamt því komast að þeirri niðurstöðu að með fræðslu megi vinna að auknum skilningi á gildi góðrar hönnunar. Þannig muni íslensk hönnun ná langt á alþjóðlegum vettvangi.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf982.01 kBLokaðurHeildartextiPDF