EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisIceland Academy of the Arts>Tónlistardeild>Lokaritgerðir (BA, B.Mus.)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11922

Title
is

Þróun tónlistar í fyrstu-persónu skotleikjum

Submitted
May 2012
Abstract
is

Tölvuleikir eru ein vinsælasta afþreyging vestrænnar menningar. Stór hluti ungs fólks spilar tölvuleiki daglega, í PC tölvum, á netsíðum, leikjatölvum eða snjallsímum. Til eru ótal fjölbreyttar tegundir tölvuleikja. Íþróttaleikir, púsl- og þrautaleikir, kappakstursleikir og skotleikir. Í þessum leikjum er fjölbreytt tónlist og er hlutverk hennar margvíslegt. Hér er fjallað um tegund tövluleikja sem kallast í dag fyrstu persónu skotleikir og tónlist og hlutverk hennar í þessum leikjum. Þróun fyrstu perósnu skotleikja er áhugaverð. Þeir fara úr því að vera ofur einfaldir yfir í að vera margþátta samsuða ýmissa tölvuleikjateguna. Tónlistin í fyrstu persónu skotleikjum hefur einnig þróast og hefur hlutverk hennar breyst. Í Wolfenstein 3D (1992), sem er talinn faðir fyrstu persónu skotleikja, er tónlistin drífandi afl sem hvetur spilandann áfram og heldur honum við skjáinn. Tónlistin í Unreal (1998) spilar á virkan hátt með tilfinningar notandanns. Með tækniþróun gefst tónskáldum tækifæri til að semja mun fjölbreyttari og betri tónlist. Hún breytist í takt við aðstæður í leiknum, eykur spennu og gefur framandi umhverfi leiksins anda. Fyrstu persónu skotleikir í dag hafa þróast í átt að kvikmyndum með flóknum söguþráðum og persónusköpun. Tónlistin í leikjum einsog RAGE (2011) og Mass Effect 3 (2012) jafnast á við þá tónlist sem við heyrum í hollywood kvikmyndum. Fræg tónskáld eru fengin til að semja fyrir tölvuleiki og er framleiðslugildi tónlistarinnar gífurleg. Tónlistin þjónar margvíslegum tilgangi. Hún er bæði spennudrífandi og tilfinninga mótandi. Hún skapar atburðarrás og segir okkur sögu sem hið myndræna umhverfi getur ekki.

Accepted
01/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerd.pdf315KBLocked Complete Text PDF