is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11926

Titill: 
  • Tíðni félagsfælni á meðal framhaldsskólanema
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að kanna félagsfælni og tengsl hennar við þunglyndi, reykingar, áfengisdrykkju, vímuefnanotkun og ýmsa þætti skólagöngu og félagslífs. Félagsfælni er kvíðaröskun sem talin er á meðal algengustu geðraskana í heiminum í dag með lífstíðaralgengi á bilinu 7-13%. Röskunin hefst snemma á lífsleiðinni og einkennist af þrálátum og órökréttum ótta við að verða sér til skammar í félagslegum aðstæðum. Félagsfælni tengist gjarnan þunglyndi, áfengisdrykkju, brottfalli úr skóla og stórlega skertum lífsgæðum og er talin geta haft alvarlegar afleiðingar. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 377 framhaldsskólanemar, 170 drengir og 207 stúlkur úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur höfðu allir náð 18 ára aldri og var meðalaldur 20 ár. Niðurstöður bentu til þess að 17% nemenda glímdu við félagskvíða yfir viðmiðunarmörkum félagsfælni. Tengsl fundust á milli félagskvíða og lægri mætingareinkunnar, minni þátttöku í félagslífi og skemmtunum í skóla. Einnig fundust tengsl félagskvíða við þunglyndiseinkenni og minni samveru með skólafélögum og öðrum vinum. Hjá stúlkum fundust tengsl félagskvíða við minni áfengisnotkun. Tengsl félagskvíða við lægri meðaleinkunn, reykingar eða vímuefnanotkun fundust ekki. Ekki reyndist munur á tíðni félagskvíða á milli kynja en stúlkur mældust almennt með meiri félagsfælnieinkenni en drengir. Þó ekki hafi fundist stuðningur við allar tilgátur virðist félagskvíði algengur hjá þessum hópi og ástæða er til að ætla að hann geti haft slæm áhrif á skólagöngu meðal annars vegna mikillar truflunar í félagslífi, lægri mætingareinkunnar og tengsla við þunglyndi.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Háskólaprent_lokaritgerð.pdf456.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna