is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11936

Titill: 
  • Hreyfiþroskakenningar og þróun á göngu ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tvær vinsælustu kenningarnar um hreyfiþroska eru kenning kvikra kerfa (e. dynamical systems theory) og kenningin um val á taugafrumuhópum (e. neuronal group selection theory). Kenningarnar eiga það sameiginlegt að ganga út frá því að þroski sé ekki línulegur og að margir þættir hafa áhrif á hreyfiþroskann bæði umhverfisþættir og þættir hjá barninu sjálfu s.s. eigin virkni og reynsla. Kenningarnar eru þó ólíkar að mörgu leyti. Í kenningu kvikra kerfa er gengið út frá því samspil sé á milli mismunandi líkamskerfa barnsins og umhverfisþátta sem öll eru jafn mikilvæg í hreyfiþroska. Samkvæmt kenningunni um val á taugafrumuhópum eru erfðaþættir og eigin reynsla barnsins taldir vera helstu áhrifaþættir fyrir hreyfiþroska. Mikilvægt er fyrir sjúkraþjálfara og aðra fagaðila sem vinna með börnum að skilja hvernig hreyfiþroski barna á sér stað til að geta metið frávik og gert meðferðaráætlun. Hugmyndafræði þessarra kenninga leggur góðan grunn fyrir slíka vinnu.
    Markmið þessarar ritgerðar er að útskýra þessar tvær kenningar um hreyfiþroska. Auk þess verður farið sérstaklega í það hvernig börn læra að ganga. Þróun á göngu byggir á mörgum þáttu s.s. lífaffræðilegum þáttum, taugafræðilegum þáttum og vitsmunaþáttum, skynúrvinnslu og að auki umhverfisþáttum.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Ólafsdóttir ritgerð 2012.pdf763.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna