EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11950

Title
is

Eyrnasuð (tinnitus) meðal íslenskra flugmanna

Submitted
June 2012
Abstract
is

Eyrnasuð (tinnitus) meðal íslenskra flugmanna.
Sindri Stefánsson1, Einar Jón Einarsson, Msc,1 Hannes Petersen, MD, PhD1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, Reykjavík, Ísland; 2Háls- nef- og eyrnadeild Landspítalans, Reykjavík, Ísland.
Inngangur: Eyrnasuð er algengt í nútímasamfélagi og getur haft alvarleg áhrif bæði á atvinnu og einkalíf, en þriðjungur allra fullorðinna segist hafa upplifað eyrnasuð einhvern tímann á lífsleiðinni. Heyrnarskaði af völdum hávaða er talinn einn af aðalorsakavöldum eyrnasuðs, en í starfi sínu eru flugmenn oft útsettir fyrir miklum hávaða löngum stundum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang og eðli eyrnasuðs meðal íslenskra flugmanna.
Efniviður og aðferðir: Tilfella-viðmiðunarrannsókn (case-control) á 204 flugmönnum. Lagðir voru spurningalistar fyrir alla félagsmenn Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna (FÍA) (n = 614) og upplýsingum safnað frá þeim sem svöruðu (n = 204). Á 51 manna úrtaki voru einnig gerðar heyrnarmælingar (Pure Tone Audiometry (PTA) og Distortion Product Otoacoustic Emission (DPOAE)) eða nýlegar mælingar notaðar.
Niðurstöður: Af 204 þátttakendum sögðust 121 (60%) hafa upplifað eyrnasuð lengur en í 5 mínútur einhvern tímann á ævinni, en 96 (47%) sögðust hafa upplifað eyrnasuð á síðastliðnum 12 mánuðum. Þá voru 57 (28%) þátttakendur oft eða stöðugt með eyrnasuð. Alvarleiki eyrnasuðs hvers þátttakanda var greindur með Tinnitus Handicap Inventory (THI) í flokkana lítið sem ekkert eyrnasuð (n = 185), vægt eyrnasuð (n = 14), meðalmikið eyrnasuð (n = 5), alvarlegt eyrnasuð (n = 0) og mjög alvarlegt eyrnasuð (n = 0). Um 82% sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa af eyrnasuðinu en 96% sögðu suðið hafa lítil eða engin áhrif á getu sína til að lifa eðlilegu lífi. Heyrnarþröskuldar hækkuðu með hækkandi THI-flokki. Marktæk neikvæð fylgni var milli heyrnarþröskulda (PTA) og hljóðsvars innra eyrans (DPOAE).
Ályktanir: Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er greinilegt að flugmenn eru oft útsettir fyrir miklum hávaða í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast styðja þá tilgátu að eyrnasuð sé algengara hjá flugmönnum en öðrum starfsstéttum, en þó virðist alvarleiki eyrnasuðsins í flestum tilvikum ekki vera það mikill að hann hafi áhrif á einkalíf einstaklingsins.

Accepted
01/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
SindriStefanssonEy... .pdf1MBOpen Complete Text PDF View/Open

Note: Heimilt er að afrita ritgerðina, eða efni úr henni, sé fyrirhuguð notkun ekki í gróðaskyni og höfundar getið.