is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11954

Titill: 
  • Hafsbotnsset á Norðurmiðum, Kornagreining sjávarsets úr kjarna B05-2006-GC02
  • Titill er á ensku Marine sediments on the North Iceland shelf: Mineralogical evidence of sea-ice and volcanic eruptions during the onset of the Little Ice Age
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Til að reyna skýra orsök þeirrar miklu hlýnunar sem hefur átt sér stað á jörðinni undanfarna áratugi er nauðsynlegt að þekkja fornar umhverfisaðstæður og veðurfar. Greining á sjávaraseti hentar vel til slíkra rannsókna en í setlögum má sjá þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi og veðurfari.
    Landgrunnið fyrir norðan Ísland liggur á mörkum hins hlýja Atlantssjávar og hins kalda pólsjávar sem hefur haft mikil áhrif á hafstrauma og loftslag á þessu svæði en þeir þátti hafa áhrif á eðliseiginleika sjávar. Upphleðsluhraði sets á svæðinu er mikill sem hefur gert það að verkum að úr því má lesa upplýsingar um breytingar á hafstraumum og loftslagi. Mikil eldvirkni á svæðinu og þau gjóskulög sem henni fylgja auðvelda tímasetningu umhverfisbreytinga og veðursveiflna.
    Í verkefni þessu verður greint frá rannsóknum á sjávarseti úr norður landgrunninu og niðurstöðum kornagreiningar þess. Setsamsetning lífrænna og ólífrænna korna er notuð til að túlka þær umhverfisbreytingar og breytingar á hafískomu sem orðið hafa frá 900 e.Kr. fram til um 1600 e.Kr.
    Bergbrot, kristallar og ummyndað gler teljast til hafísborinna setkorna. Með greiningu á slíku seti úr norður landgrunninum má merkja töluverðar umhverfisbreytingar á tímabilinu. Austur-Grænlandsstraumurinn hefur gert það að verkum að hafís hefur lengi mátt finna norðan við Ísland en þó í mismiklu magni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að á tímabilinu 940 -1150 e.Kr. hafi lítið verið um hafís við landið. Eftir 1150 e.Kr. hefur magn hans aukist eins og sjá má af mikilli fjölgun hafísborinna setkorna. Fjöldi setkornanna helst mikill en þó nokkuð sveiflukenndur fram til 1600 e.Kr. Þetta fær frekari stuðning í sögulegum heimildum og öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á svipuðum slóðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The knowledge about ancient environmental and climate chances is vital to explain the global warming of the past decades. Analyzing marine sediments is well suited for such a research since sediments retain palaoceanographic and climate changes.
    Different water masses affect the ocean currents and climate which in turn affects the physical properties of the sea. This is the case on the continental shelf north of Iceland where the warm Atlantic Ocean meets Polar water. Due to high sedimentation rate in the area, it is ideal for research on past changes Dating those changes is easy with the area being close to an active volcano zone, and tephra layers found in the sediment that have been dated.
    This study explores studies of marine sediments and grain analysis from the northern continental shelf of Iceland. The sediment composition of organic and inorganic grains is used to analyze environmental changes and changes of drift ice in the area in the period between 900 AD and 1600 AD.
    Rock fragments, crystals and altered glass are known as Ice rafted debris Analyzing such sediments from the northern continental shelf shows considerable climate change in the period. The East Greenland Current is the main reason why drift ice can be found in the area The research suggests that in the period between 940 AD and 1150 AD the area had only a small amount of drift ice. Increased quantity of ice rafted debris suggests that the amount of drift ice increased after 1150 AD. The quantity of sediment grains remains high with minor fluctuation until 1600 AD. Former researches and historical sources support this conclusion.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni Þórhildur Vala Þorgilsdóttir.pdf971.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna