is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11957

Titill: 
  • Geta sýndarheimar tölvuleikja verið ákjósanlegur staður fyrir berskjöldunarmeðferð við sértækri fælni hjá börnum?
  • Titill er á ensku Can virtual worlds of computer games be an ideal environment for the treatment of children with specific phobia?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sértæk fælni er óraunhæfur ótti við áreiti eða aðstæður sem viðkomandi reynir að forðast. Þetta er vandamál sem talið er að hrjái um 5% barna. Berskjöldun, að horfast í augu við óttann, hefur verið talinn nauðsynlegur þáttur í meðferð. Niðurstöður
    rannsókna á berskjöldun í sýndarveruleika hjá fullorðnum benda til að þar sé hægt að vekja nægjanlegan ótta til árangursríkrar meðferðar. Berskjöldun í sýndarveruleika hefur hinsvegar lítið verið rannsakað hjá börnum. Einn helsti galli sýndarveruleikameðferðar hefur verið talinn kostnaður og umstang við flókinn tæknibúnað og vaknar sú spurning hvort að hægt sé að notast við ófullkomnari áreiti, einfaldari tækni og ódýrari til þess að vekja þessi viðbrögð í meðferð með börnum. Í þessari rannsókn var skoðað hvort að hægt væri að vekja ótta hjá níu ára gamalli lofthræddri stúlku með því að spila óbreyttan fyrstu persónu tölvuleik í heimilistölvu með venjulegan tölvuskjá án alls aukabúnaðar. Jafnframt hvort það hefði meðferðaráhrif ásamt því að reyna að varpa ljósi á mögulega hagnýtingu í meðferð. Íhlutun fólst í að þátttakandi lét leikjapersónu ganga um á þaki skýjaklúfa og horfa niður af þeim. Aðstæður urðu sífelt meira óttavekjandi og var hjartsláttur og huglægur ótti (subjective fear) mældur áður en íhlutun hófst og á meðan á henni stóð.
    Forðunarpróf (Behavior Avoidance Test) var framkvæmt fyrir og eftir íhlutun til að meta meðferðarárangur. Óttaviðbragð kom fram hjá þátttakanda þegar hann spilaði tölvuleikinn en ekki er hægt að álykta um hvort að meðferðarárangur hafi náðst. Rannsakandi dregur þá ályktun að vel sé mögulegt að nýta óbreytta tölvuleiki í meðferð barna með sértæka fælni og vert sé að rannsaka það svið nánar.

  • Útdráttur er á ensku

    Specific phobia is an unrealistic fear of objects or situations that results in avoidance of the object or situation. This is a problem thought to affect about 5% of children. Exposure, to face the fear, has been considered an essential part of treatment. Studies on virtual reality exposure in adults suggest that it is possible to arouse sufficient fear for treatment with virtual stimuli. Exposure in virtual reality has not been studied much
    in children. One major drawback of virtual reality therapy has been the cost and complexity of the technical equipment. Thus the question arises whether it is possible to use simpler stimuli and less expensive technology in virtual reality exposure therapy
    with children. This study examined whether fear of heights could be aroused in a nine year old girl using an unchanged first-person computer game for personal computers (PC) without accessories. The therapeutic value of using computer games in treatment was also considered. The intervention consisted of a computer game where the character was in different situations on the roof of a skyscraper, walking out on the edges and looking down. The situations gradually got more frightening. During the intervention heart rate and subjective fear was measured and compared to a previous baseline phase. Behavior Avoidance Test (BAT) was performed before and after the intervention to assess treatment success. The results are that a fear response was observed in the participant when he played the video game but it is not possible to determine whether it had therapeutic value. The researcher concludes that it is promising to use video games in the treatment of children with specific phobia and important to investigate the field further.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geta sýndarheimar tölvuleikja verið ákjósanlegur staður fyrir berskjöldunarmeðferð við sértækri fælni hjá börnum_.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna