EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11974

Title
is

Hegðunarstjórnun í leikskólum: Samanburður á beinum áhorfsmælingum og sjálfsmati starfsmanna

Submitted
June 2012
Abstract
is

Sjálfsmat hefur í gegnum tíðina verið ein algengasta aðferð til mælinga og gagnasöfnunar í sálfræði. Þrátt fyrir það hefur notkun þeirra verið mikið gagnrýnd fyrir skort á réttmæti þar sem þóknunaráhrif (reactivity) geta haft áhrif á niðurstöður þeirra. Sjálfsmatsmælingar geta því gefið ranga mynd af raunveruleikanum og fjöldi rannsókna hafa leitt í ljós að mikið ósamræmi virðist vera í sjálfsmati fólks á aðstæðum og mælinga með beinu áhorfi. Í þessari rannsókn voru mælingar á aðferðum hegðunarstjórnunar í leikskólum bornar saman við sjálfsmat starfsmanna á sömu aðferðum. 28 leikskólastarfsmenn sem ekki höfðu mikla þekkingu á hegðunarstjórnun voru valdir í úrtak ásamt börnum í þeirra umsjá. Fylgst var með aðdraganda, hegðun og afleiðingu með beinum áhorfsmælingum í samverustund og hádegismat. Að því loknu var sjálfsmatslisti lagður fyrir starfsfólk og gögnin borin saman. Niðurstöður leiddu í ljós að starfsmenn ofmátu skýra væntingu til hegðunar og ofmátu notkun viðeigandi afleiðinga við æskilegri og óæskilegri hegðun. Starfsmenn vanmátu einnig æskilega hegðun barnanna. Niðurstöður benda til þess að sjálfsmat sé ekki hentug aðferð til mælinga á hegðun í leikskólum og betra sé að styðjast við beinar áhorfsmælingar við mat á árangri hegðunarstjórnunarkerfis.

Accepted
04/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Helga-BS-Skemman.pdf1.43MBOpen Complete Text PDF View/Open