EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11979

Title
is

Opin áreitipróf á börnum sem grunuð voru um sýklalyfjaofnæmi. Próf sem framkvæmd voru á Barnaspítala Hringsins, Landspítala, á árunum 2007-2012

Submitted
June 2012
Abstract
is

Inngangur: Algengt er að grunur vakni um sýklalyfjaofnæmi hjá börnum og slíkur grunur getur komið í veg fyrir notkun æskilegra sýklalyfja. Hugsanlegt er að grunur þessi sé ekki alltaf á rökum reistur og að sýklalyfjaofnæmi sé þess vegna ofgreint. Því gæti reynst mikilvægt að notast við greiningaraðferðir sem ýmist staðfesta eða útiloka grun um bráðaofnæmi fyrir viðkomandi sýklalyfi. Markmið rannsóknarinnar var að meta hve stórt hlutfall þeirra barna sem kom í áreitipróf reyndist vera með staðfest einkenni bráðaofnæmis fyrir viðkomandi lyfi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem vísað var af lækni í opið áreitipróf fyrir sýklalyfjum á Barnaspítala Hringsins á árunum 2007-2012. Úr sjúkraskrá voru fengnar klínískar upplýsingar um heilsufarssögu barnanna, svör við spurningablaði sem foreldrar fengu afhent fyrir komu og að lokum niðurstöður úr áreitiprófunum. Útbúinn var gagnagrunnur í Excel með fyrrnefndum upplýsingum og tengsl skoðuð milli lyfjategunda, viðbragða, undirliggjandi sjúkdóma, ofnæmishneigðar og fleira.
Niðurstöður: Af 591 barni sem mætti í opið áreitipróf voru 34 börn með jákvæða eða óljósa svörun, ýmist bráð (n = 8, 23,5%) eða síðbúin (n = 26, 76,5%) ofnæmisviðbrögð. Þessi börn mættu því í endurtekið próf til staðfestingar og af þeim fengu alls þrjú börn einkenni síðbúins ofnæmissvars gegn því sýklalyfi sem í hlut átti. Algengast var að prófað væri fyrir amoxicillini einu og sér (n = 326, 55%) eða með viðbættri clavulanic sýru (n = 195, 33%). Flest börn voru ekki með þekkt ofnæmi, astma eða exem (n = 408, 69%). Ekkert af börnunum var greint með bráðaofnæmi, týpu I svörun, fyrir því sýklalyfi sem prófað var fyrir.
Ályktanir: Bráðaofnæmi fyrir viðkomandi sýklalyfi var afsannað í öllum tilvikum hjá þeim börnum sem mættu í prófin og því er hugsanlegt að bráðaofnæmi fyrir sýklalyfjum hafi verið ofgreint hjá þessum sjúklingahópi. Mögulega gætu upphafleg viðbrögð barnanna hafa komið fram vegna undirliggjandi sýkingar frekar en sýklalyfjanna. Einnig gæti ofnæmið hafa elst af sjúklingunum því 48% þeirra komu í próf meira en 6 mánuðum eftir að fyrstu viðbrögð við sýklalyfjunum komu fram. Ekki er hægt að útiloka að fleiri börn hefðu fengið síðbúin ofnæmisviðbrögð ef gefnir hefðu verið fleiri en tveir skammtar af lyfinu eða t.d. ef full lyfjameðferð hefði verið gefin í vikutíma.

Accepted
04/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Una Jóhannesdóttir... .pdf1.18MBOpen Complete Text PDF View/Open