is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12002

Titill: 
  • Súr gjóska úr Kötlu. Kornastærð, kornalögun og þáttagreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Forsögulega gjóskulagið SILK-LN úr Kötlu hefur verið rannsakað með það að markmiði að meta umhverfisaðstæður sem ríktu í gosinu þegar gjóskulagið var að myndast. Til þess voru notaðar kornastærðar-, kornalögunar- og þáttagreining á gjóskunni. Sýni af gjóskunni var safnað af Guðrúnu Larsen árið 1993 við Geldingasker á Skaftártunguafrétti í um 30-35 km fjarlægð frá upptökum. Gjóskulaginu var skipt í tvær einingar; neðri einingu og mið einingu. Gjóskan var handsigtuð. Efni fínna en 4 Φ var var ekki skoðað frekar. Niðurstöður kornastærðargreininga leiddu í ljós að báðar einingarnar eru þrítoppa. Toppar í mið einingu birtast í -5 Φ, 1,5 Φ og svo í efni fínna en 4 Φ sem safnaðist fyrir í pönnu. Þessu er eins farið í neðri einingunni nema að þar myndast toppur í 3 Φ í stað -5 Φ. Toppar beggja eininga í 1,5 Φ kornastærðarflokknum eru afbrigðilega hærri en hinir topparnir. Stungið er upp á að myndun þeirra sé vegna ílengdar kornanna sem leggjast flöt á möskvana og safnast upp. Smásjárskoðun studdi þá tilgátu. Niðurstöður meðalkornastærðar benda til þess að SILK-LN gjóskulagið hafi þróast frá freatomagmatísku gosi yfir í magmatískt og niðurstöður aðgreiningar benda til þróunar frá magmatísku gosi yfir í freatomagmatískt gos. Niðurstöður kornalögunargreininga gefa í stórum dráttum til kynna að gos hafi verið magmatískt í upphafi en svo þróast í átt að freatomagmatískara gosi. Niðurstöður á SILK-LN gjóskulangsins voru bornar saman við tvö önnur gjóskulög, annars vegar E2 sem er forsögulegt basískt gjóskulag og á uppruna sinn í Kötlu og hins vegar Heklu-4 sem er forsögulegt súrt gjóskulag sem á uppruna sinn í Heklu. Samkvæmt kornalögunargreiningum þá hafa SILK-LN og E2 gjóskan myndast við svipuaðar umhverfisaðstæður, þ.e. í gosi sem þróast frá magmatísku gosi yfir í freatomagmatískt. Þessu er öfugt farið í Heklu-4 gjóskulaginu. Þegar meðalkornastærð á móti aðgreiningu E2 og SILK-LN gjóskunnar er skoðuð sést að uppruni þeirra er svipaðaður.

  • Útdráttur er á ensku

    The prehistoric silicic tephra layer SILK-LN tephra layer from Katla volcano has been studied to gather information on the environmental conditions during the formation of the tephra layer. The methods used were grain size, grain morphology and component analyses. Samples were collected by Guðrún Larsen in 1993 at Geldigasker, Skarftártunguafréttur in Southern Iceland, in about 30-35 km from the source of the eruption. The tephra layer was divided into two units; the lower unit and the middle unit. The tephra was hand sieved. Results from the grain size analyses show three peaks in both units of the tephra layer. Peaks in the middle unit are in -5 Φ, 1,5 Φ and in material larger than 4 Φ. In lower unit it is the same except there is a peak in 3 Φ instead of 5 Φ. Peaks in 1,5 Φ in both units are abnormally high compared to the other peaks. It is suggested that their formation was connected to highly elongated grains that lay flat on the sieve and cumulated. This was confirmed with microscope inspection. Results from the grain morphology generally indicate that the eruption developed from magmatic to phreatomagmatic. On the other hand grain size analyse indicate that the eruption developed from phreatomagmatic to magmatic. The results were compared with two other prehistoric tephra layers, firstly E2 which is basaltic tephra from Katla volcano and secondly Hekla-4 which is a silicic tephra from Hekla volcano. According to grain morphology SILK-LN and E2 have formed in a similar way that is evolved from magmatic eruption to phreatomagmatic eruption. The opposite is the case in Hekla-4 tephra layer.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Edda2012.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna