EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/12014

Title
is

„Það er eitthvað í Álfaborginni!“ Nýting þjóðtrúar í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra

Submitted
June 2012
Abstract
is

Í þessari ritgerð er fjallað um nýtingu þjóðtrúar í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra, þ.e. álfa- og huldufólkstrúar. Borgarfjörður hefur löngum verið tengdur við mikla álfatrú og er meðal annars sagt að þar búi álfadrottning Íslands í stórri klettaborg við þorpið. Gerð er tilraun til að kanna hvers vegna álfa- og huldufólkstrúin sé jafn mikil á staðnum og raun ber vitni og hvernig hún hafi birst heimamönnum. Skoðuð verður saga atvinnu- og félagsmála á staðnum og hvernig umsvif ferðaþjónustu hafa aukist á síðustu árum og áratugum en mikil uppbygging hefur þar orðið hvað hana varðar. Borgarfjörður er þannig kominn inn á kortið í ferðaþjónustugeiranum. Einnig verður komið inn á hvernig staðið hafi verið að miðlun þessa menningararfs á svæðinu sem og viðhorf heimafólks og ferðaþjónustuaðila sjálfra til miðlunarinnar og nýtingarinnar. Jafnframt verður áhugi ferðamanna skoðaður, út frá sjónarhóli heimamanna og ferðaþjónustuaðila en einnig verða ræddar hugmyndir um hver framtíð menningartengdrar ferðaþjónustu á Borgarfirði sé og hvernig áframhaldandi þróun á hugmyndum tengdum álfatrú og ferðaþjónustu gæti orðið. 

Accepted
05/06/2012


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Það er eitthvað í ... .pdf1.02MBOpen Complete Text PDF View/Open