is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12022

Titill: 
  • Iðjuþjálfar í grunnskólum á Íslandi : „Þetta er alveg mínn staður“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er eigindleg rannsókn um starf iðjuþjálfa í grunnskólum. Töluvert er vitað um störf þeirra í grunnskólum erlendis en minna um störf þeirra á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna, hvað felst í hlutverki iðjuþjálfa, aðstæður þeirra og áherslur í starfi. Rannsóknarspurningarnar sem hafðar voru að leiðarljósi voru: Hver eru meginviðfangsefni iðjuþjálfa í grunnskólum á Íslandi? Hvaða þættir móta starfsumhverfi þeirra og áherslur í starfi? Kanadíska hugmyndafræðin um eflingu iðju; einstakling, umhverfi, iðju; og skjólstæðing, þjónustu, samfélag, liggur til grundvallar verkefninu ásamt hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar. Þátttakendur voru sex iðjuþjálfar, konur á aldrinum 34 - 50 ára, allar starfandi í grunnskólum á Íslandi og í starfshlutfalli frá 75-100%. Gagna var aflað með opnum viðtölum og notað var vinnulag grundaðrar kenningar við gagnagreiningu með áherslu á sífelldan samanburð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hlutverk iðjuþjálfa felist í að virkja nemendur til þátttöku með því að, nýta styrkleika þeirra, áhugasvið og aðlaga umhverfið eftir því sem við á. Rekstrarform, menning og sértækar þarfir innan hvers skóla höfðu töluverð áhrif á starf iðjuþjálfanna. Einnig stýrði færni og áhugi iðjuþjálfans faglegum áherslum á staðnum og þeim leiðum sem farnar voru. Viðfangsefni þeirra voru fjölþætt og breytileg milli ára með tilliti til nemendahóps s.s. leiðir til að efla nemendur til sjálfstæðis, aðferðir við að tileinka sér námið, félagsfærni og hópefli. Rannsakendur telja að niðurstöðurnar nýtist við gerð starfslýsingar iðjuþjálfa í grunnskólum ásamt kynningu á starfi þeirra út í samfélagið. Kann það jafnframt að fjölga þeim skólastjórnendum og bæjaryfirvöldum sem velja að hafa iðjuþjálfa í starfi í grunnskólum.
    Lykilhugtök: Aðstæður, faglegar áherslur, grunnskólar, iðjuþjálfar, starfsumhverfi og viðfangsefni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.12.2012.
Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf594.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna