is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12044

Titill: 
  • Skynúrvinnsluvandi grunnskólanemenda : áhrif vandans á þátttöku í skólastarfi og helstu bjargráð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess var að afla ítarlegra upplýsinga um áhrif skynúrvinnsluvanda á þátttöku grunnskólanemenda í skólastarfi og möguleg bjargráð til þess að draga úr þeim áhrifum. Til að stýra heimildaleit og afmarka viðfangsefni voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar, hvernig hefur skynúrvinnsluvandi áhrif á þátttöku grunnskólanemenda í skólastarfi? og hvernig má takmarka áhrif vandans á þátttöku grunnskólanemenda í skólastarfi? Hugmyndafræði verkefnisins byggir á kanadísku hugmyndafræðinni, hugmyndum Hammel um réttinn til iðju ásamt kenningum um skynúrvinnslu. Heimildasamantektin leiddi í ljós að skynúrvinnsluvandi á sér taugalíffræðilegar orsakir og getur leitt til þess að grunnskólanemendur eigi í erfiðleikum með þátttöku í skólastarfi, s.s. að vinna verkefni, leika við bekkjarfélaga og borða hádegismat í skólanum. Til þess að draga úr erfiðleikum sem þessum og auka gæði þátttökunnar má nýta bjargráð er snúa að aðlögun umhverfis og iðju, t.d. með því að setja myndir í námsefni, fækka leikföngum á leiksvæði eða leyfa nemanda að hlusta á i-pod á meðan hann borðar. Niðurstöðurnar voru nýttar til þess að þróa fræðslu fyrir kennara sem skiptist í upplýsingarit og námskeið. Upplýsingaritinu er ætlað að efla þekkingu kennara á atferli barna með tilliti til skynúrvinnsluvanda og kynna helstu bjargráð. Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkinguna enn frekar og styðja við innihald upplýsingaritsins svo kennarar öðlist skilning á eðli vandans og hafi þar með betra vald á þeim bjargráðum sem koma til greina.
    Lykilhugtök: bjargráð, grunnskólanemandi, skynúrvinnsla, skynúrvinnsluvandi,þátttaka grunnskólanemanda í skólastarfi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI um skynúrvinnsluvanda grunnskólanemenda_Thelma og Sunna LÆST.pdf3.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna