is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12045

Titill: 
  • Kynfræðsla á Íslandi : samspil fræðslu og þekkingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.Sc prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar var að afla okkur þekkingar á efninu til að geta unnið góða tillögu að rannsókn sem væri hægt að framkvæma í náinni framtíð. Í upphafi rannsóknarvinnu var lagt upp með tvær rannsóknarspurningar, þær voru;
    Hver er þekking unglinga í 9. bekk grunnskóla á Íslandi á námsefni um lögbundna kynfræðslu, áður en fræðslan fer fram?
    Hefur lögbundin kynfræðsla sem veitt er í 9. bekk í grunnskólum á Íslandi áhrif á þekkingu unglinga á málefnum sem fjallað er um í fræðslunni?
    Ítarleg heimildaleit var gerð til að fá góða mynd af viðfangsefninu og leiddi hún í ljós hversu mikilvægt það er að unglingar fái góða kynfræðslu því með henni er stuðlað að kynheilbrigði einstaklingsins. Stöðugar breytingar eiga sér stað í samfélaginu og tækniþróun er hröð. Aðgangur unglinga að klámi og grófu efni hefur stóraukist. Kynfræðsla í grunnskólum Íslands hefur ekki tekið nægum breytingum í takt við þessar breytingar í samfélaginu. Hvorki í lögum né aðalnámskrám grunnskóla og framhaldsskóla er tekið skýrt fram að kynfræðsla skuli vera ákveðinn hluti af náminu. Í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemi segir að bæði á grunnskólastigi og öðrum skólastigum skuli veita kynfræðslu í samráði við skólayfirlækni og fræðsluyfirvöld. Mikið misræmi er á milli þess hvenær unglingar telja sig tilbúna að byrja að hafa samfarir og hvort þeir séu tilbúnir til þess að taka þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér. Rannsóknir hafa sýnt að sænskar unglingsstúlkur telja að stúlkur sem eignast börn ungar séu stimplaðar lauslátar og að samfélagið líti hornauga þá ákvörðun að binda ekki endi á þungun. Stúlkur telja sig bera meiri ábyrgð gagnvart því að forðast þungun en drengir. Þekking unglinga á mikilvægi notkunar getnaðarvarna er almennt góð en þó er misræmi milli þessarar þekkingar og notkunar. Þeir unglingar sem notast við getnaðarvarnir við fyrstu samfarir nota í flestum tilvikum smokkinn en eftir fyrstu samfarir er algengara að getnaðarvarnarpillan sé aðalgetnaðarvörnin.
    Í siðareglum íslenskra hjúkrunarfræðinga kemur fram að kjarni hjúkrunar sé m.a. umhyggja fyrir skjólstæðingnum og efling heilbrigðis. Hjúkrunarfræðingum ber að viðhalda þekkingu sinni og færni svo að skjólstæðingar þeirra njóti góðs af (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, e.d.-a). Helstu hlutverk hjúkrunarfræðinga eru heilsuvernd, heilsuefling, forvarnir, fræðsla og ráðgjöf (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, e.d.-b).
    Rannsóknaráætlun er sett fram í tengslum við fræðilegt efni til að varpa skýrara ljósi á þekkingu unglinga á efni tengdu kynfræðslu. Fræðilega efnið sýndi fram á skort á rannsóknum á þessu sviði sem rennir stoðum undir mikilvægi þess að fyrirhuguð rannsókn verði framkvæmd.
    Lykilhugtök: Kynfræðsla, unglingar, þekking, kynheilbrigði, skólahjúkrunarfræðingar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.5.2013.
Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynfræðsla á Íslandi - samspil fræðslu og þekkingar.pdf966.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna