is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12046

Titill: 
  • Réttur klæðnaður, réttur líkami : áhrif tísku á líkamsímynd kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tíska og áhrifamáttur hennar eru umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Farið er yfir sögu tískunnar frá miðri tuttugustu öld til loka hennar og dregin upp skýr mynd af þeim útlitslegu breytingum er snúa að kvenlíkamanum sem tískan hefur boðað í gegnum tíðina. Meginspurning ritgerðarinnar er hvort áhrif tísku á líkamsímynd og líkamsmótun kvenna hafi aukist frá árunum í kringum 1950 til dagsins í dag. Til að svara spurningunni er farið yfir breyttar áherslur í tískuljósmyndun og birtingarmyndir kvenna í auglýsingum á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Samband á milli ríkjandi tísku og stöðu kvenna í samfélaginu er einnig skoðað og í því samhengi farið yfir framgang femínistahreyfingarinnar, með áherslu á aðra bylgju hennar á áttunda áratugnum. Ólíkar staðalímyndir og breytt kyngervi kvenna er ennfremur eitt af viðfangsefnum ritgerðarinnar. Aðferð myndlesturs er beitt sem og kenningum kynjafræði og er viðfangsefnið nálgast á þann hátt að tíska sé félagslegt afl sem móti einstaklinginn.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að áhrifamáttur tísku hafi breyst og að sama skapi aukist frá því um miðbik tuttugustu aldarinnar. Birtingarmynd kvenímyndar í samfélaginu hefur breyst hvað varðar líkamlegt útlit en þó hafa nokkrar staðalímyndir kvenna haldist óbreyttar gegnum árin. Einnig kemur það fram að ný sýn samfélagsins á konur og líkama þeirra birtist í nýjum áherslum í tískuljósmyndun.
    Við lok ritgerðarinnar er hvatt til opinnar umræðu um neikvæð áhrif hins aukna áhrifamáttar tísku sem skrifast að mörgu leiti á þenslu tískuiðnaðarins síðast liðna áratugi. Aukin vitund um siðferðilegar skyldur hönnuða og gagnrýninn hugsunarháttur neitenda eru útgangspunktar í þessari umræðu.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf703.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna