is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12047

Titill: 
  • Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum. Kvenhlauparar bornir saman við almenning og kvenhlaupara sem stunda jóga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Kanna hvort munur væri á lengd aftanlærisvöðva hjá þremur hópum
    kvenna, 30-45 ára. Hópur 1 voru konur sem hlaupa a.m.k. 25 km á viku og stunda jóga ≥1 sinni í viku; hópur 2 voru konur sem hlaupa ≥25 km á viku; hópur 3 voru konur sem stunda almenna líkamsrækt ≥3 sinnum í viku (almenningur). Deilt er um hvort liðleiki sé ákjósanlegur fyrir kvenhlaupara og vildum við því skoða það nánar.
    Aðferð: Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Niðurstöður fengust frá
    mælingum á 36 konum. Þátttakendur svöruðu spurningalista um hreyfingu og meiðsli og svo var aftanlærisvöðvalengd mæld með Óvirkri hnéréttu (Passive knee extension). Þátttakendur þurftu að hafa verið án aftanlærismeiðsla í sex mánuði áður en mælingar hófust.
    Niðurstöður: Þegar hóparnir voru bornir saman fékkst marktækur munur á milli hóps 1 og 2 og hóps 2 og 3, en ekki á milli hóps 1 og 3. Því mátti sjá að
    aftanlærisvöðvalengd var marktækt meiri hjá almenningi (3) en hjá hlaupurum (2) (p=0,042). Hlauparar sem stunda jóga voru með marktækt lengri aftanlærisvöðva en hinir hlaupararnir (p=0,0006). Ekki var munur á vöðvalengd hjá hlaupurum sem stunda jóga og almenningi (p=0,092).
    Samantekt: Niðurstöður sýndu að kvenhlauparar voru með styttri aftanlærisvöðva en almenningur. Einnig voru kvenhlauparar með styttri aftanlærisvöðva en kvenhlauparar sem stunduðu jóga. Rannsóknir í dag hafa ekki getað sýnt fram á aukinn árangur eða lægri meiðslatíðni með bættum liðleika. Sé bættur árangur markmiðið í hlaupi eru teygjur mögulega ekki besti kosturinn. Þó teljum við að jóga sé ákjósanlegt fyrir hlaupara til að auka vellíðan og slökun.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: To see if a difference could be found in the length of the hamstring
    muscles between three groups of women aged 30-45. Group 1 included women who run ≥25 km a week; group 2 included women who run ≥25 km a week and practice yoga at least once a week; and group 3 included women who do physical exercise ≥3 times a week. There have been debates about whether flexibility is in fact preferable for women who practise running and so we wanted to reflect upon that subject.
    Methods: Participants were selected at random. Results were obtained from 36
    women. Participants answered questionnaires about physical activity and injuries and the hamstrings muscle length was measured with passive knee extension (PKE). Participants had to have been without hamstrings injury for six months before measurements began.
    Results: When the groups were compared a significant difference was found
    between group 1 and 2 and between 2 and 3, but not between 1 and 3. Hamstrings muscle length was significantly greater in the general population(3) than in the runners(2) (p=0.042). Runners who practiced yoga had significantly greater hamstrings muscle length than the runners(2) (p=0.0006). There was no difference in muscle length between runners who practiced yoga and the general population (p=0.092).
    Conclusion: The results showed that female runners had shorter hamstring muscles than the general population. Female runners also had shorter hamstring muscle than female runners who practiced yoga. Studies today have not been able to demonstrate higher performance or lower injury rate with improved flexibility. If improved performance in running is the goal, stretching may not be the best option. However, we believe that yoga is desirable for the runners for ease and relaxation.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc verkefni - Vodvalengd aftanlaerisvodva hja hlaupurum.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna